Fullyrðingar Magnúsar fjarstæðukenndar 10. desember 2009 19:07 Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort sýndarviðskipti hafi átt sér stað þegar Straumur Burðarás lánaði Magnúsi Þorsteinssyni tæplega einn milljarð króna til kaupa á hlut í Icelandic Group. Grunur leikur á að bankinn hafi komið sér undan yfirtökuskyldu á félaginu. Bankinn segir fullyrðingar Magnúsar ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar. Aðalmeðferð í skuldamáli þrotabús Straums Burðaráss gegn Magnúsi Þorsteinssyni, fyrrum viðskiptafélaga Björgólfsfeðga, fór fram í Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku. Bankinn lánaði Magnúsi ríflega einn milljarð króna árið 2007 til að kaupa fjárfestingarfélagið BOM sem átti 3,8% hlut í Icelandic Group. Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í maímánuði en bankinn krefst þess að Magnús greiði lánið til baka. Fyrir dómi sagði Magnús að hann hafi skrifað undir sjálfskuldarábyrgð vegna lánsins af greiðasemi við eiganda Straums Burðaráss, sem þá var Björgólfur Thor Björgólfsson. Með ábyrgðinni hafi bankinn komist undan yfirtökuskyldu á Icelandic Group. Sé fullyrðing Magnúsar rétt er ljóst að um sýndarviðskipti var að ræða. Samkvæmt hlutahafalista áttu félög sem voru að hluta í eigu Björgólfs Thors rúmlega 39 prósenta hlut í Icelandic Group í lok árs 2007. Hefði Magnús ekki keypt B-O-M hefði eignarhluti fyrirtækja í eigu Björgólfs farið yfir 40% og þar með myndast yfirtökuskylda samkvæmt lögum sem þá voru í gildi. Yfirtakan hefði kostað Björgólf umtalsverða fjármuni en í árslok 2007 voru fjármálamarkaðir almennt að lokast. Fjármálaeftirlitið ætlar að skoða málið. Magnúsi ber að gangast við skuldbindingum sínum Fréttastofa sóttist eftir viðtali við forsvarsmenn Straums Burðaráss í dag en þeir báðust undan því. Eftir að fréttatími Stöðvar 2 hófst barst tilkynning frá bankanum. Þar segir að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Sraums hafi Magnús ekki efnt persónulega ábyrgð sína gagnvart bankanum. „Hann hefur fyrir dómi borið að ábyrgðin hafi meðal annars verið veitt af greiðasemi við Straum sem þannig hafi komið sér hjá þeirri skyldu að yfirtaka kauphallarskráð félag. Magnús hafi verið fullvissaður um að aldrei kæmi til þess að á ábyrgðina myndi reyna," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningu Straums að fullyrðingar Magnúsar séu ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar. „Þær eru Magnúsi haldlausar til varnar í málaferlunum við Straum. Kjarni málsins er sá að vitaskuld ber Magnúsi eins og öðrum að gangast við skuldbindingum sínum, þar á meðal persónulegum ábyrgðum sem hann hefur tekist á herðar." Tengdar fréttir FME kannar hvort Magnús og stjórnendur Straums hafi brotið lög Fjármálaeftirlitið ætlar að kanna hvort Magnús Þorsteinssson og stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verðbréfaviskipti þegar bankinn lánaði Magnúsi tæplega einn milljarð króna til að kaupa á hlut í Icelandic Group. Magnús viðurkenndi meint brot þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku. 10. desember 2009 12:17 Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort sýndarviðskipti hafi átt sér stað þegar Straumur Burðarás lánaði Magnúsi Þorsteinssyni tæplega einn milljarð króna til kaupa á hlut í Icelandic Group. Grunur leikur á að bankinn hafi komið sér undan yfirtökuskyldu á félaginu. Bankinn segir fullyrðingar Magnúsar ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar. Aðalmeðferð í skuldamáli þrotabús Straums Burðaráss gegn Magnúsi Þorsteinssyni, fyrrum viðskiptafélaga Björgólfsfeðga, fór fram í Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku. Bankinn lánaði Magnúsi ríflega einn milljarð króna árið 2007 til að kaupa fjárfestingarfélagið BOM sem átti 3,8% hlut í Icelandic Group. Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í maímánuði en bankinn krefst þess að Magnús greiði lánið til baka. Fyrir dómi sagði Magnús að hann hafi skrifað undir sjálfskuldarábyrgð vegna lánsins af greiðasemi við eiganda Straums Burðaráss, sem þá var Björgólfur Thor Björgólfsson. Með ábyrgðinni hafi bankinn komist undan yfirtökuskyldu á Icelandic Group. Sé fullyrðing Magnúsar rétt er ljóst að um sýndarviðskipti var að ræða. Samkvæmt hlutahafalista áttu félög sem voru að hluta í eigu Björgólfs Thors rúmlega 39 prósenta hlut í Icelandic Group í lok árs 2007. Hefði Magnús ekki keypt B-O-M hefði eignarhluti fyrirtækja í eigu Björgólfs farið yfir 40% og þar með myndast yfirtökuskylda samkvæmt lögum sem þá voru í gildi. Yfirtakan hefði kostað Björgólf umtalsverða fjármuni en í árslok 2007 voru fjármálamarkaðir almennt að lokast. Fjármálaeftirlitið ætlar að skoða málið. Magnúsi ber að gangast við skuldbindingum sínum Fréttastofa sóttist eftir viðtali við forsvarsmenn Straums Burðaráss í dag en þeir báðust undan því. Eftir að fréttatími Stöðvar 2 hófst barst tilkynning frá bankanum. Þar segir að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Sraums hafi Magnús ekki efnt persónulega ábyrgð sína gagnvart bankanum. „Hann hefur fyrir dómi borið að ábyrgðin hafi meðal annars verið veitt af greiðasemi við Straum sem þannig hafi komið sér hjá þeirri skyldu að yfirtaka kauphallarskráð félag. Magnús hafi verið fullvissaður um að aldrei kæmi til þess að á ábyrgðina myndi reyna," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningu Straums að fullyrðingar Magnúsar séu ósannar og beinlínis fjarstæðukenndar. „Þær eru Magnúsi haldlausar til varnar í málaferlunum við Straum. Kjarni málsins er sá að vitaskuld ber Magnúsi eins og öðrum að gangast við skuldbindingum sínum, þar á meðal persónulegum ábyrgðum sem hann hefur tekist á herðar."
Tengdar fréttir FME kannar hvort Magnús og stjórnendur Straums hafi brotið lög Fjármálaeftirlitið ætlar að kanna hvort Magnús Þorsteinssson og stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verðbréfaviskipti þegar bankinn lánaði Magnúsi tæplega einn milljarð króna til að kaupa á hlut í Icelandic Group. Magnús viðurkenndi meint brot þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku. 10. desember 2009 12:17 Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
FME kannar hvort Magnús og stjórnendur Straums hafi brotið lög Fjármálaeftirlitið ætlar að kanna hvort Magnús Þorsteinssson og stjórnendur Straums Burðaráss hafi brotið lög um verðbréfaviskipti þegar bankinn lánaði Magnúsi tæplega einn milljarð króna til að kaupa á hlut í Icelandic Group. Magnús viðurkenndi meint brot þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Norðurlands í síðustu viku. 10. desember 2009 12:17