Greining: Atvinnuleysið nær hámarki í mars/apríl næsta ár 11. desember 2009 10:59 Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að í lok nóvember voru rúmlega 15 þúsund einstaklingar atvinnulausir og líkt og undanfarna mánuði var um helmingur þeirra sem hafði verið atvinnulaus í 6 mánuði eða lengur. Mikil fjölgun er milli mánaða í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár en í lok nóvember voru þeir alls um 2.505 talsins en höfðu verið 1.700 í lok október. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 47% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 244 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með ríflega tífaldast á einu ári. Horfur er á áframhaldandi fjölgun þessa hóps en ríflega 3 þúsund manns hafa verið án atvinnu í 9 til 12 mánuði. Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi. Í nóvembermánuði bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 118 manns og koma þær til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars á næsta ári. Er nú áætlað að um 50 manns komi til með að missa vinnuna nú í desember vegna hópuppsagna, ríflega 110 manns í janúar, um 40 manns í febrúar og 30 í mars. „Ekki er við öðru að búast en að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á næstu mánuðum, þá hvort tveggja vegna árstíðarsveiflu og vaxandi slaka í hagkerfinu. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá nóvember til desember og samkvæmt Vinnumálastofnun bendir þróun síðustu vikna til að svo verðir raunin einnig í ár. Áætlar stofnunin að atvinnuleysi komi til með að verða á bilinu 8,1%-8,6% nú í desember. Má því gera ráð fyrir að atvinnuleysi komi til með að hækka nokkuð hratt á næstu mánuðum og reiknum við með að það nái hámarki í mars/apríl 2010," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að í lok nóvember voru rúmlega 15 þúsund einstaklingar atvinnulausir og líkt og undanfarna mánuði var um helmingur þeirra sem hafði verið atvinnulaus í 6 mánuði eða lengur. Mikil fjölgun er milli mánaða í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár en í lok nóvember voru þeir alls um 2.505 talsins en höfðu verið 1.700 í lok október. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 47% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 244 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með ríflega tífaldast á einu ári. Horfur er á áframhaldandi fjölgun þessa hóps en ríflega 3 þúsund manns hafa verið án atvinnu í 9 til 12 mánuði. Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi. Í nóvembermánuði bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 118 manns og koma þær til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars á næsta ári. Er nú áætlað að um 50 manns komi til með að missa vinnuna nú í desember vegna hópuppsagna, ríflega 110 manns í janúar, um 40 manns í febrúar og 30 í mars. „Ekki er við öðru að búast en að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á næstu mánuðum, þá hvort tveggja vegna árstíðarsveiflu og vaxandi slaka í hagkerfinu. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá nóvember til desember og samkvæmt Vinnumálastofnun bendir þróun síðustu vikna til að svo verðir raunin einnig í ár. Áætlar stofnunin að atvinnuleysi komi til með að verða á bilinu 8,1%-8,6% nú í desember. Má því gera ráð fyrir að atvinnuleysi komi til með að hækka nokkuð hratt á næstu mánuðum og reiknum við með að það nái hámarki í mars/apríl 2010," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira