Greining: Atvinnuleysið nær hámarki í mars/apríl næsta ár 11. desember 2009 10:59 Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að í lok nóvember voru rúmlega 15 þúsund einstaklingar atvinnulausir og líkt og undanfarna mánuði var um helmingur þeirra sem hafði verið atvinnulaus í 6 mánuði eða lengur. Mikil fjölgun er milli mánaða í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár en í lok nóvember voru þeir alls um 2.505 talsins en höfðu verið 1.700 í lok október. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 47% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 244 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með ríflega tífaldast á einu ári. Horfur er á áframhaldandi fjölgun þessa hóps en ríflega 3 þúsund manns hafa verið án atvinnu í 9 til 12 mánuði. Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi. Í nóvembermánuði bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 118 manns og koma þær til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars á næsta ári. Er nú áætlað að um 50 manns komi til með að missa vinnuna nú í desember vegna hópuppsagna, ríflega 110 manns í janúar, um 40 manns í febrúar og 30 í mars. „Ekki er við öðru að búast en að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á næstu mánuðum, þá hvort tveggja vegna árstíðarsveiflu og vaxandi slaka í hagkerfinu. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá nóvember til desember og samkvæmt Vinnumálastofnun bendir þróun síðustu vikna til að svo verðir raunin einnig í ár. Áætlar stofnunin að atvinnuleysi komi til með að verða á bilinu 8,1%-8,6% nú í desember. Má því gera ráð fyrir að atvinnuleysi komi til með að hækka nokkuð hratt á næstu mánuðum og reiknum við með að það nái hámarki í mars/apríl 2010," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Greining Íslandsbanka reiknar með því að atvinnuleysið á landinu nái hámarki í mars/apríl á næsta ári. Tekur greiningin þar mið af nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun um m.a. hópuppsagnir sem koma til framkvæmda á næstu mánuðum. Í Morgunkorni greiningarinnar segir að í lok nóvember voru rúmlega 15 þúsund einstaklingar atvinnulausir og líkt og undanfarna mánuði var um helmingur þeirra sem hafði verið atvinnulaus í 6 mánuði eða lengur. Mikil fjölgun er milli mánaða í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár en í lok nóvember voru þeir alls um 2.505 talsins en höfðu verið 1.700 í lok október. Þetta jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 47% í mánuðinum. Þess má geta að á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 244 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með ríflega tífaldast á einu ári. Horfur er á áframhaldandi fjölgun þessa hóps en ríflega 3 þúsund manns hafa verið án atvinnu í 9 til 12 mánuði. Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi. Í nóvembermánuði bárust Vinnumálastofnun 3 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 118 manns og koma þær til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars á næsta ári. Er nú áætlað að um 50 manns komi til með að missa vinnuna nú í desember vegna hópuppsagna, ríflega 110 manns í janúar, um 40 manns í febrúar og 30 í mars. „Ekki er við öðru að búast en að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á næstu mánuðum, þá hvort tveggja vegna árstíðarsveiflu og vaxandi slaka í hagkerfinu. Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá nóvember til desember og samkvæmt Vinnumálastofnun bendir þróun síðustu vikna til að svo verðir raunin einnig í ár. Áætlar stofnunin að atvinnuleysi komi til með að verða á bilinu 8,1%-8,6% nú í desember. Má því gera ráð fyrir að atvinnuleysi komi til með að hækka nokkuð hratt á næstu mánuðum og reiknum við með að það nái hámarki í mars/apríl 2010," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira