Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rýkur upp um 60 punkta

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs rauk upp um 60 punkta í morgun í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta. Stendur álagið nú í 461 punkti samkvæmt daglegu fréttabréfi Credit Market Analysis (CMA).

Þessi hækkun olli því að Ísland færðist upp fyrir Litháen listanum yfir þau tíu ríki sem talin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Er Ísland nú í sjötta sæti listans og eru taldar rúmlega 26% líkur á gjaldþroti landsins.

Venesúela er komið á toppinn á þessum lista með álag upp á 1.343 punkta og rétt tæplega 60% líkur á þjóðargjaldþroti. Úkranía er í öðru sæti með álag upp á 1.337 punkta.

Skuldatryggingarálag á ríkissjóð í 461 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram rúmlega 4,6% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×