400 milljóna skattur til Samtaka iðnaðarins 14. desember 2009 05:30 Í Samtökum iðnaðarins (SI) mætast stórfyrirtæki eins og Actavis, Alcan og Alcoa annars vegar og hins vegar hvers konar smáfyrirtæki sem stunda iðnaðarstarfsemi. 0,08 prósent af veltu iðnfyrirtækja eru innheimt sem skattur og skilað til SI.Fréttablaðið/Stefán karlsson Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum sem stunda iðnrekstur í landinu er skylt samkvæmt lögum að greiða gjaldið eins og hvern annan skatt. Ríkisfyrirtæki, álver og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hafa þó verið undanþegin gjaldinu. Af því sem innheimtist renna 95 prósent í gegnum ríkissjóð til SI. Ríkissjóður heldur eftir fimm prósentum af því sem innheimtist og stendur þannig undir kostnaði við innheimtuna. SI eru hagsmunasamtök og hafa meðal annars að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Sum iðnfyrirtæki kjósa að standa utan samtakanna en greiða gjaldið engu að síður. Félagsgjald er einnig innheimt af félögum. Félagsgjöld skiluðu SI 122 milljóna króna tekjum á síðasta ári, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Iðnaðarmálagjald hefur verið lagt á frá 1975. Núgildandi lög eru frá 1993. Undanfarin tvö ár hefur iðnaðarmálagjald skilað mun meiri tekjum en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. 2008 var áætlað að gjaldið skilaði um 260 milljónum króna. Þegar upp var staðið kom í ljós að ríkið hafði innheimt 502 milljónir króna, eða nær tvöfalt meira en áætlað var. Af því áttu um 476 milljónir að renna í gegnum ríkissjóð til SI. Með sama hætti er nú ljóst að iðnaðurinn hefur greitt mun hærra iðnaðarmálagjald árið 2009 en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, þótt samdrátturinn sé talsverður frá 2008. Þetta sést í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem Alþingi hefur til meðferðar. Þar kemur fram að iðnaðarmálagjald mun skila 420 milljónum króna, eða 120 milljónum króna meira en fjárlög áætluðu. Af því munu Samtök iðnaðarins fá 400 milljónir. Í fjárlagafrumvarpi 2010 var gert ráð fyrir 300 milljóna króna tekjum af iðnaðarmálagjaldi. Í breytingartillögu sem lögð var fram á laugardaginn var tekjuáætlunin hækkuð í 420 milljónir á árinu 2010. peturg@frettabladid.is Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ríkissjóður leggur fram 400 milljónir króna í ár til að standa undir rekstri Samtaka iðnaðarins (SI) með svokölluðu iðnaðarmálagjaldi. Gjaldið samsvarar 0,08 prósentum af veltu allra iðnaðarfyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum sem stunda iðnrekstur í landinu er skylt samkvæmt lögum að greiða gjaldið eins og hvern annan skatt. Ríkisfyrirtæki, álver og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hafa þó verið undanþegin gjaldinu. Af því sem innheimtist renna 95 prósent í gegnum ríkissjóð til SI. Ríkissjóður heldur eftir fimm prósentum af því sem innheimtist og stendur þannig undir kostnaði við innheimtuna. SI eru hagsmunasamtök og hafa meðal annars að markmiði að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Sum iðnfyrirtæki kjósa að standa utan samtakanna en greiða gjaldið engu að síður. Félagsgjald er einnig innheimt af félögum. Félagsgjöld skiluðu SI 122 milljóna króna tekjum á síðasta ári, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna. Iðnaðarmálagjald hefur verið lagt á frá 1975. Núgildandi lög eru frá 1993. Undanfarin tvö ár hefur iðnaðarmálagjald skilað mun meiri tekjum en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. 2008 var áætlað að gjaldið skilaði um 260 milljónum króna. Þegar upp var staðið kom í ljós að ríkið hafði innheimt 502 milljónir króna, eða nær tvöfalt meira en áætlað var. Af því áttu um 476 milljónir að renna í gegnum ríkissjóð til SI. Með sama hætti er nú ljóst að iðnaðurinn hefur greitt mun hærra iðnaðarmálagjald árið 2009 en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, þótt samdrátturinn sé talsverður frá 2008. Þetta sést í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem Alþingi hefur til meðferðar. Þar kemur fram að iðnaðarmálagjald mun skila 420 milljónum króna, eða 120 milljónum króna meira en fjárlög áætluðu. Af því munu Samtök iðnaðarins fá 400 milljónir. Í fjárlagafrumvarpi 2010 var gert ráð fyrir 300 milljóna króna tekjum af iðnaðarmálagjaldi. Í breytingartillögu sem lögð var fram á laugardaginn var tekjuáætlunin hækkuð í 420 milljónir á árinu 2010. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira