Viðskipti innlent

UTF fær gullvottun Microsoft

Fyrirtækið UTF ehf. hefur hlotið gullvottun Microsoft og þannig fengið viðurkenningu sem eitt þeirra upplýsingatæknifyrirtækja sem hvað mesta þekkingu og reynslu hafa á Microsoft-lausnum hér á landi.

Í tilkynningu segir að stutt sé síðan UTF var stofnsett, en fyrirtækið hefur starfað frá því í mars á þessu ári. Sérstaða UTF liggur í mikilli reynslu starfsmanna sem hafa að meðaltali starfað í 16 ár við innleiðingu, uppsetningu, viðhald og rekstur upplýsingatæknikerfa.

„Við erum mjög stoltir af því að hafa náð gullvottun Microsoft svo fljótt eftir að við fórum af stað með UTF. Gullvottunin skiptir okkur miklu máli enda fylgir henni aukinn aðgangur að fjölþættu stuðningskerfi Microsoft fyrir samstarfsaðila sína auk þess sem margir viðskiptavinir gera þá kröfu til okkar að við séum gullvottaðir. Um leið er þetta gæðastimpill á starfsemi UTF, sem er mikilvægur fyrir fyrirtæki sem er tiltölulega nýtt á markaðnum," segir Erlendur Ísfeld, framkvæmdastjóri UTF.

„Það er afar sjaldgæft að fyrirtæki nái gullvottunarstöðu svo skömmu eftir stofnun og því er þetta einstaklega góður árangur hjá UTF. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þarna eru nokkrir af reyndustu Microsoft-sérfræðingum landsins sem koma inn á þennan markað með nýja og áhugaverða þjónustu sem mun án efa nýtast vel á íslenskum upplýsingatæknimarkaði," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×