Fleiri fréttir

Japanir við það að kaupa Jim Beam

Japanski drykkjarvöruframleiðandinn Suntory er við það að ganga frá kaupum á Jim Beam. Viðskiptin eru metin á um það bil 16 milljarða bandaríkjadala, tæplega 2000 milljarða íslenskra króna.

Almenningur fái skattaafslátt fyrir að fjárfesta í nýsköpun

Auðvelda þarf almenningi að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical. Þingmaður Framsóknarflokks vill rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum.

Hvalabjórinn bannaður

Framleiðsla á Hvalabjór hefur verið bönnuð af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ástæðan er að framleiðsla á hvalamjöli uppfyllir ekki skilyrði laga um matvæli.

Raforkuverð hækkar

Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað frá því í ágúst 2013.

Kaupsamningum fjölgaði milli vikna

155 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 3. janúar til og með 9. janúar samanborið við 144 samninga í vikunni á undan.

Seldi í Högum fyrir tíu milljónir

Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, sem er alfarið í eigu Haga, seldi í dag bréf í Högum fyrir um tíu milljónir króna.

Marel áfram bakhjarl Snilldarlausna

Marel og Klak Innovit undirrituðu síðastliðinn fimmtudag áframhaldandi samning um Snilldarlausnir Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna.

Akureyringar í samstarf um nám í olíuiðnaði

Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum.

Ágætur loðnuafli

Loðnuflotinn er nú að veiðum 50 til 60 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn og hafa sum skipanna fengið góðan afla.

Hlutfall kvenna lítið breyst á ári

Um 23 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum eru konur samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Konum hefur fjölgað um eitt prósentustig á því rúma ári sem liðið er frá síðustu samantekt. Tekur tíma að breyta um stefnu segir forma

Skattleysismörk lækkuðu greiðslur MP banka um 78 prósent

Skattleysismörkin sem sett voru í lög um bankaskatt lækkuðu greiðslur MP banka vegna skattsins um 78 prósent. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að færa hefði mátt rök fyrir því að MP banki greiddi engan bankaskatt þar sem bankinn hafi ekki verið meðal þeirra sem ollu ríkissjóði tjóni í hruninu.

Íslendingur framleiðir verðlaunabjór í Oregon

Auðunn Sæberg Einarsson er einn af eigendum örbrugghússins Logsdon Farmhouse Ales í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Brugghúsið hefur unnið til verðlauna og bjórinn er seldur í kampavínsflöskum.

Barroso: Farsæl innleiðing Letta undirstrikar traust á evru

Árangursrík innleiðing Lettlands á evrunni er til merkis um að gjaldmiðillinn er ennþá eftirsóknarverður fyrir ESB-ríkin sem ekki hafa tekið hann upp og undirstrikar traust á myntsamstarfinu. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Draga úr mun milli virðisaukaþrepanna

Fjármálaráðherra segist ekki útiloka að hækkun neðra þrepsins muni leiða til hærra matvöruverðs en á móti komi að ýmsar nauðsynjar í hærra þrepi lækki.

Hallinn um 28 milljarðar

Um 28 milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2013.

Hagar hagnast um 800 milljónir króna

Hagnaður Haga nam átta hundruð milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og 2,7 milljörðum á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins.

MP banki selur hlut sinn í Gamma

Bankinn hefur selt 26,8% hlut sinn í rekstrarfélaginu til nýs hluthafa úr hópi núverandi starfsmanna og félagsins sjálfs.

Markmið stjórnvalda og AGS hafa ekki náðst

Hagfræðideild Landsbankans segir að niðurstaða fjárlaganna og áætlanir næstu ára séu langt frá markmiðum samstarfsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá árinu 2011.

Ætla að sniðganga fyrirtæki sem boða verðhækkanir

Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurlands og félagar annarra stéttafélaga landsins voru í gærkvöldi hvattir af almennum félagsfundi VMS til að sniðganga þau fyrirtæki sem hafa boðað verðhækkanir á vöru og þjónustu.

Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum

ASÍ skoraði í gær á menn að sýna ábyrgð og hækka ekki verð. Fyrirtæki brugðust strax við og drógu verðhækkanir til baka. Sum boða verðlækkun. Nauðsynlegt að hækka verð vegna hækkunar á aðföngum, segja nokkrir forstjórar sem rætt var við.

Færeyingar taka að sér þyrluflug til olíuborpalls

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári.

Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó

Hugmyndir um náttúruferðamennsku og skógrækt undir merkjum Varplands hf. munu víkja ef verður af sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Togstreita um hvernig á að byggja upp atvinnutækifæri á Vestfjörðum kemur víða fram, segir sérfræðingur.

Kallar eftir samstöðu matvöruframleiðenda

Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu, kallar eftir samstöðu allra matvöruframleiðenda og kaupmanna í stríðinu gegn verðbólgu á nýju ári en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Helga.

Sjá næstu 50 fréttir