Akureyringar í samstarf um nám í olíuiðnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2014 11:15 Frá Akureyri. Þar eru öflug þjónustufyrirtæki eins og Slippurinn sem gætu þjónað olíuiðnaði. Vísir/Pjetur Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum. Verkefnið kallast FING, eftir upphafsstöfum þátttökulandanna fjögurra: Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands. Það snýst um að miðla reynslu Norðmanna af olíu- og gasiðnaði til hinna vestnorrænu landanna, sem öll standa að olíuleit. Olíutækniskólinn í Stafangri, Stavanger offshore tekniske skole, hefur undirbúið verkefnið frá árinu 2012 en hinir skólarnir eru Vinnuháskúlin í Færeyjum og Greenland School of Minerals and Petroleum, auk Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Norðurlöndunum í gegnum NORA og Nordplus. Fyrsta námskeiðið fór fram í Sisimiut á Grænlandi dagana 10. og 11. desember síðastliðinn og var miðlað með fjarfundabúnaði til Akureyrar, Þórshafnar og Stafangurs. Fyrirlesarar voru tveir norskir sérfræðingar, Anna Marita Braaten jarðfræðingur og Børge Harestad olíuverkfræðingur. „Noregur hefur byggt upp víðtæka þekkingu innan menntakerfisins í þessum geira,“ segir Stella Aguirre, verkefnisstjóri FING, í viðtali við Aftenbladet í Noregi. „Nú ætlum við að taka þátt í að byggja upp þekkingu og færni í þessum löndum og skapa tækifæri fyrir nýjan iðnað að fá heimafólk til starfa.“ Fyrstu skrefin hafa verið tekin í að byggja upp sérstakan fagskóla á Grænlandi undir leiðsögn Norðmanna. Olíutækniskólinn í Stafangri tekur þar þátt í að koma á fót sérhæfðri kennslu sem lýtur að olíuiðnaði. Jarðfræðingurinn Anna Marita Braaten segir að á Grænlandi séu náttúrulegar forsendur fyrir álíka olíuævintýri og Noregur upplifi. „Sennilega á Grænland risamöguleika á olíu,“ segir hún. „Þar hafa tíu holur verið boraðar og vísbendingar fundist um olíu. Hins vegar er Grænland dýrasta svæði heims til að leita að olíu og gasi og heimastjórnin hefur ákveðið að norskir staðlar skuli gilda um iðnaðinn. Það eru dýrustu staðlarnir en einnig þeir öruggustu. Hér taka menn enga áhættu hvað varðar fiskveiðar og umhverfi.“ Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn í samstarf fjögurra menntastofnana á vestanverðum Norðurlöndum um að byggja upp þekkingu á sviði olíuiðnaðarins, í tækni-, öryggis- og umhverfismálum. Verkefnið kallast FING, eftir upphafsstöfum þátttökulandanna fjögurra: Færeyja, Íslands, Noregs og Grænlands. Það snýst um að miðla reynslu Norðmanna af olíu- og gasiðnaði til hinna vestnorrænu landanna, sem öll standa að olíuleit. Olíutækniskólinn í Stafangri, Stavanger offshore tekniske skole, hefur undirbúið verkefnið frá árinu 2012 en hinir skólarnir eru Vinnuháskúlin í Færeyjum og Greenland School of Minerals and Petroleum, auk Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Norðurlöndunum í gegnum NORA og Nordplus. Fyrsta námskeiðið fór fram í Sisimiut á Grænlandi dagana 10. og 11. desember síðastliðinn og var miðlað með fjarfundabúnaði til Akureyrar, Þórshafnar og Stafangurs. Fyrirlesarar voru tveir norskir sérfræðingar, Anna Marita Braaten jarðfræðingur og Børge Harestad olíuverkfræðingur. „Noregur hefur byggt upp víðtæka þekkingu innan menntakerfisins í þessum geira,“ segir Stella Aguirre, verkefnisstjóri FING, í viðtali við Aftenbladet í Noregi. „Nú ætlum við að taka þátt í að byggja upp þekkingu og færni í þessum löndum og skapa tækifæri fyrir nýjan iðnað að fá heimafólk til starfa.“ Fyrstu skrefin hafa verið tekin í að byggja upp sérstakan fagskóla á Grænlandi undir leiðsögn Norðmanna. Olíutækniskólinn í Stafangri tekur þar þátt í að koma á fót sérhæfðri kennslu sem lýtur að olíuiðnaði. Jarðfræðingurinn Anna Marita Braaten segir að á Grænlandi séu náttúrulegar forsendur fyrir álíka olíuævintýri og Noregur upplifi. „Sennilega á Grænland risamöguleika á olíu,“ segir hún. „Þar hafa tíu holur verið boraðar og vísbendingar fundist um olíu. Hins vegar er Grænland dýrasta svæði heims til að leita að olíu og gasi og heimastjórnin hefur ákveðið að norskir staðlar skuli gilda um iðnaðinn. Það eru dýrustu staðlarnir en einnig þeir öruggustu. Hér taka menn enga áhættu hvað varðar fiskveiðar og umhverfi.“
Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45