Fyrirtækin segjast ekki komast hjá verðhækkunum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2014 06:00 Nokkrir birgjar hafa dregið boðaðar verðhækkanir til baka. Fréttablaðið/Heiða Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sendi í gær opinberum aðilum og forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem boðað hafa gjaldskrár- og verðhækkanir áskorun um að draga þær til baka. „Við hvetjum menn til að sýna ábyrgð og standa með okkur,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá sambandinu. „Við vonum að það skili árangri. Við hvetjum líka almenning til að nota síðuna Vertu á verði og koma með ábendingar.“Henný HinzHenný segir ASÍ einnig vilja greina frá því hverjir ætli að sýna ábyrgð og hækka ekki. „Við viljum líka veita þeim vettvang. Við vonum að þeir sem hafa boðað hækkanir velji að flytja sig yfir á þann lista.“ Boðaðar verðhækkanir nokkurra birgja sem Fréttablaðið hefur rætt við eru óhjákvæmilegar þótt íslenska krónan hafi styrkst að undanförnu. „Krónan hefur ekki styrkst í líkingu við aðfangahækkanir,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells. Fyrirtækið hækkar nú í janúar verð á Hámarki próteindrykk um fimm prósent. „Í þessum drykk er kakóduft, prótein og mjólk. Kakóduftið sem er innflutt hefur hækkað um tugi prósenta. Mjólkin hækkaði um 3,1 prósent í október. Auk þess hækkaði verð á umbúðum. Við erum að hækka verð á einni vöru af rúmlega 500 vörueiningum. Við ráðum ekki við hækkanir úti í heimi eða hjá MS. Við værum fyrstir til að hækka ekki ef aðföng hefðu ekki hækkað,“ segir Árni. Hann segir ekki hafa komið til tals að draga hækkunina til baka vegna umræðunnar í þjóðfélaginu.Katrín PétursdóttirLýsi hefur hækkað verð á þorska- og ufsalýsi um sjö prósent. „Því miður komumst við ekki hjá því að hækka verðið. Verð á lifur hækkaði um 20 prósent á síðasta ári vegna mikillar samkeppni í niðursuðunni. Það myndast spenna á markaðnum sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar,“ segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Hún segist vissulega átta sig á stöðunni í þjóðfélaginu. „Hún er ástæðan fyrir því að við göngum ekki lengra. Til þess að stemma stigu við verðbólguþróun er hækkunin ekki meiri.“ Verðhækkun á eggjum hjá Brúneggjum nemur 4,2 prósentum. „Hækkunin hefur ekkert með kjarasamningana sem undirritaðir voru í desember að gera. Við erum að bregðast við hækkunum á aðföngum á undanförnum misserum sem við urðum að koma út í verðlagið. Þetta er hófleg hækkun. Þótt gengið hafi verið hagstætt á undanförnum vikum eru sveiflur á því,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúneggjum.Ari EdwaldVerð á auglýsingum hjá Fréttablaðinu hækkaði um fjögur prósent í janúarbyrjun. „Einungis lítill hluti af okkar gjaldskrá er að hækka og þá ekki umfram verðlagsþróun, en það segir heldur ekki alla söguna. Afslættir eru breytilegir eftir umfangi viðskipta, fyrirkomulagi birtinga og öðrum þáttum. Við reynum líka að finna hagkvæmar leiðir með auglýsendum til að þeir fái sem mest út úr okkar þjónustu,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Hann bendir á að almennt hafi fyrirtækið teflt fram á markaðinn meiri lækkunum en hækkunum með stöðvaframboði í hagstæðari pökkum en áður. Um boðaða 14 prósenta hækkun á áskrift að Stöð 2 Sport, úr 6.990 krónum í 7.990 krónur, segir Ari að hún gildi bara þegar keypt sé áskrift að stöðinni stakri. „Þessi vara er fyrst og fremst seld í pakka þar sem verðið helst óbreytt.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira