Viðskipti innlent

Frumherji lýkur fjárhagslegri endurskipulagningu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Söluferli á Frumherja mun hefjast á árinu.
Söluferli á Frumherja mun hefjast á árinu. Mynd/Stefán
Íslandsbanki hf. og Frumherji hf. hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Íslandsbanki eignast 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri félagsins hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár. Íslandsbanki kemur til með að hefja söluferli á Frumherja á næstu 12 mánuðum.

Í tilkynningunni segir að rekstur Frumherja hafi gengið vel á undanförnum árum en allt frá því að efnahagsþrengingarnar skullu á haustið 2008 hafi skulda- og greiðslubyrði félagsins verið þung.

Nýlega endurákvarðaði Ríkisskattstjóri opinber gjöld á Frumherja fyrir árin 2008-2012 vegna öfugs samruna. Í kjölfar þess varð að hraða vinnu við fjárhaglega endurskipulagning félagsins þar sem háar fjárhæðir féllu á það líkt og önnur fyrirtæki sem yfirtekin voru með sambærilegum hætti.

Endurskipulagningin er sögð skapa heilbrigðan efnahag Frumherja að mati samningsaðila sem rekstur félagsins mun geta staðið undir á komandi árum.

Íslandsbanki segist í tilkynningunni leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×