Viðskipti innlent

Hvetur viðskiptavini til að fylgjast með Plain Vanilla

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Mynd/Plain Vanilla.
Bandaríski tæknirisinn Apple sendi frá sér fréttatilkynningu í síðustu viku þar sem íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla er nefnt sem eitt af þeim fyrirtækjum sem Apple telur að viðskiptavinir App Store eigi að fylgjast með á árinu 2014.

Þar er einnig rifjað upp að leikurinn QuizUp frá Plain Vanilla var einn þerra sem sló hvað rækilegast í gegn í App Store á árinu 2013. Apple nefnir einnig Candy Crush Saga og Minecraft.

Viðskiptavinir fyrirtækisins eyddu yfir tíu milljörðum dala, um 1.180 milljörðum króna, í App Store á árinu 2013. Þar má finna meira en milljón öpp í 24 flokkum.

Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, var valinn viðskiptamaður ársins 2013 af dómefnd Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×