Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2014 10:21 Frosti varar við vaxtalausu bílalánunum. vísir/stefán/pjetur Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira