Draga úr mun milli virðisaukaþrepanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 08:00 Stýrihópur mun endurskoða neysluskatta og vörugjöld. Mynd/Eva Björk „Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira