Viðskipti innlent

Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 10%

Kristján Hjálmarsson skrifar
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækkuðu um 10% að því er fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.

Sem dæmi má nefna hækkar gjald fyrir venjulega gráa tunnu sem sótt er á tíu daga fresti um tæp 10%, úr 18.600 krónur í 20.400 krónur á ári. Sé tunnan í meira en 15 metra fjarlægð frá sorphirðubíl hækkar gjaldið úr 23.100 krónur í 25.400 krónur.

Gjaldskrárhækkanirnar voru ákveðnar í stjórn Sorpu í lok september en auglýstar í Stjórnartíðindum í gær.

„Ekki þarf að taka fram að hækkun sorphirðugjalda er mun meiri en gefið var til kynna af forsvarmönnum borgarinnar og töluvert umfram það sem hækkun Sorpu-vísitölunnar gefur tilefni til. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg endurskoði hækkun sorphirðugjaldanna sem fyrst,“ segir á vef SA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×