Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna hækkuðu um 27 milljarða á einum mánuði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Mynd/Valli.
Íslensku lífeyrissjóðirnir áttu 2.650 milljarða króna í hreinni eign í lok nóvembermánaðar sem var hækkun um 27 milljarða króna, eða 1 prósent, frá fyrra mánuði. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.  

Þar segir að hlutfall séreignasparnaðar hafi numið tæplega 260 milljörðum króna, eða 10,1 prósenti af heildareignum lífeyrissjóðanna. Eignir sjóðanna hækkuðu um ríflega 215 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×