Opinberar álögur og minnkandi kaupmáttur fækkar flugfarþegum innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2014 19:00 Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins á síðasta ári, fækkaði farþegum Flugfélags Íslands um ellefu prósent. Forstjóri félagsins segir óhóflegar opinberar álögur stuðla að fækkun farþega. Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og Flugfélags Íslands, kynnti farþegatölur sínar í vikunni. Mikill vöxtur er í millilandafluginu og flutti Icelandair 2,3 milljónir farþega í fyrra, rúmlega sjö sinnum alla íslensku þjóðina og er fjölgun farþega milli áranna 2012 og þrettán 12 prósent. Fjölgunin er enn meiri ef bara er litið á desember, en í síðasta mánuði flutti Icelandair tæplega 141 þúsund farþega sem er fjölgun upp á 18 prósent frá desember 2012. Það vekur hins vegar athygli að Flugfélag Íslands virðist ekki njóta þessarar grósku og fjölgunar ferðamanna, því farþegum félagsins fækkaði um 11 prósent á síðasta ári þegar félagið flutti um 307 þúsund farþega í innanlandsflugi og Grænlandsflugi. „Við höfum vissulega notið þess að það hafa komið fleiri ferðamenn til landsins. Við höfum séð aukningu á erlendum ferðamönnum í innanlandsfluginu hjá okkur upp á 22 prósent á síðasta ári. Hins vegar hefur innlendi markaðurinn, Íslendingurinn, hann hefur verið mjög veikur og farþegum þar hefur fækkað um 13 prósent. Þannig kemur heildarfækkunin út upp á 11 prósent á síðasta ári,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni segir að ein skýringin sé að opinber gjöld á innanlandsflugið hafi aukist mikið og nánast tvöfaldast frá árinu 2009, en súlurnar á meðfylgjandi mynd sýna farþegafjöldann frá árinu 2009, blá línan sýnir þróun opinberra gjalda almennt og sú rauða á hvern farþeg;, í samanburði við vísitölu neysluverðs á grænu línunni og verð á meðalfargjaldi til Akureyrar á fjólubláu línunni.„Við höfum reynt að halda aftur af þessum hækkunum þannig að þær fari ekki út í verðlagið, en auðvitað hefur eitthvað af þeim þurft að rata þangað,“ segir Árni. En það er fleira sem hefur áhrif á fjölda farþega, því versnandi kaupmáttur hefur líka áhrif, því meirihluti farþeganna eru sjálfborgandi farþegar. „Já, það hefur veruleg áhrif og þess vegna hefur kannski rýr kaupmáttur Landans undanfarin ár haft veruleg áhrif á farþegafjöldann. Við höfum oft sagt að fjöldi farþega í innanlandsfluginu sé nokkurs konar barometer á efnahagsástandið og það hefur ekki verið gott á síðasta ári og undanfarin ár,“ segir Árni Gunnarsson. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna til landsins á síðasta ári, fækkaði farþegum Flugfélags Íslands um ellefu prósent. Forstjóri félagsins segir óhóflegar opinberar álögur stuðla að fækkun farþega. Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og Flugfélags Íslands, kynnti farþegatölur sínar í vikunni. Mikill vöxtur er í millilandafluginu og flutti Icelandair 2,3 milljónir farþega í fyrra, rúmlega sjö sinnum alla íslensku þjóðina og er fjölgun farþega milli áranna 2012 og þrettán 12 prósent. Fjölgunin er enn meiri ef bara er litið á desember, en í síðasta mánuði flutti Icelandair tæplega 141 þúsund farþega sem er fjölgun upp á 18 prósent frá desember 2012. Það vekur hins vegar athygli að Flugfélag Íslands virðist ekki njóta þessarar grósku og fjölgunar ferðamanna, því farþegum félagsins fækkaði um 11 prósent á síðasta ári þegar félagið flutti um 307 þúsund farþega í innanlandsflugi og Grænlandsflugi. „Við höfum vissulega notið þess að það hafa komið fleiri ferðamenn til landsins. Við höfum séð aukningu á erlendum ferðamönnum í innanlandsfluginu hjá okkur upp á 22 prósent á síðasta ári. Hins vegar hefur innlendi markaðurinn, Íslendingurinn, hann hefur verið mjög veikur og farþegum þar hefur fækkað um 13 prósent. Þannig kemur heildarfækkunin út upp á 11 prósent á síðasta ári,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni segir að ein skýringin sé að opinber gjöld á innanlandsflugið hafi aukist mikið og nánast tvöfaldast frá árinu 2009, en súlurnar á meðfylgjandi mynd sýna farþegafjöldann frá árinu 2009, blá línan sýnir þróun opinberra gjalda almennt og sú rauða á hvern farþeg;, í samanburði við vísitölu neysluverðs á grænu línunni og verð á meðalfargjaldi til Akureyrar á fjólubláu línunni.„Við höfum reynt að halda aftur af þessum hækkunum þannig að þær fari ekki út í verðlagið, en auðvitað hefur eitthvað af þeim þurft að rata þangað,“ segir Árni. En það er fleira sem hefur áhrif á fjölda farþega, því versnandi kaupmáttur hefur líka áhrif, því meirihluti farþeganna eru sjálfborgandi farþegar. „Já, það hefur veruleg áhrif og þess vegna hefur kannski rýr kaupmáttur Landans undanfarin ár haft veruleg áhrif á farþegafjöldann. Við höfum oft sagt að fjöldi farþega í innanlandsfluginu sé nokkurs konar barometer á efnahagsástandið og það hefur ekki verið gott á síðasta ári og undanfarin ár,“ segir Árni Gunnarsson.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira