Íslendingur framleiðir verðlaunabjór í Oregon Haraldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2014 22:17 Félagarnir Charles Porter bruggari, David Logsdon og Auðunn fyrir utan brugghúsið í Oregon. Mynd/Auðunn Sæberg „Við framleiðum sex til átta tegundir af lífrænum bjór að belgískri fyrirmynd og þrjú íslensk fyrirtæki sem vilja flytja þá til Íslands hafa haft samband við mig,“ segir Auðunn Sæberg Einarsson. Hann er einn fjögurra eigenda örbrugghússins Logsdon Farmhouse Ales, sem er í Hood River-sýslu í Oregon í Bandaríkjunum. Brugghúsið hóf framleiðslu árið 2011 og þar er bjórnum tappað á kampavínsflöskur. „Okkar vinsælasta vara, bjórinn Seizoen Bretta, vann til verðlauna árið 2012 á stærstu bjórhátíð Bandaríkjanna, Great American Beer Festival, í flokki svokallaðra sveitabjóra. Þá fór allt af stað bæði hér innanlands og úti um allan heim,“ segir Auðunn. Hann segir að framleiðsla brugghússins verði að öllum líkindum tvöfölduð á árinu. „Við þurfum að auka framleiðsluna því bæði New York og Chicago eru að biðja um bjór og við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá Englandi og Danmörku. Annars er bjórinn seldur á vesturströnd Bandaríkjanna, í Vermont-ríki á austurströndinni og svo í Kanada.“ Auðunn flutti til Bandaríkjanna árið 1980 og hefur búið þar síðan fyrir utan þrjú ár á tíunda áratugnum þegar hann bjó hér á landi. Hann starfaði áður í veitingageiranum og kynntist þá David Logsdon, lífefnafræðingi og öðrum eiganda brugghússins.Auðunn Sæberg Einarsson.„David fékk mig út í þetta. Hann er þekktur í bjórheiminum og stofnaði áður og rak þekkt brugghús hér í Oregon. Ég vissi að hann væri sterkur í þessu og hikaði því ekki við að fara með honum út í þetta ævintýri, enda kom í ljós að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ segir Auðunn. Hann og David ætla að koma hingað til lands í lok febrúar og taka þátt í árlegri bjórhátíð Kex Hostels. Auðunn kemur lítið að framleiðslunni sjálfri en hann sér um markaðssetninguna ásamt því að teikna merkimiðana sem fara utan á flöskurnar. „Ég er í brugghúsinu fjóra daga í viku yfir sumartímann. Þá vinn ég við átöppun og annað slíkt. Ég er hins vegar enginn sérfræðingur í því að búa til bjór, ég er vínmaður,“ segir Auðunn og hlær. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Við framleiðum sex til átta tegundir af lífrænum bjór að belgískri fyrirmynd og þrjú íslensk fyrirtæki sem vilja flytja þá til Íslands hafa haft samband við mig,“ segir Auðunn Sæberg Einarsson. Hann er einn fjögurra eigenda örbrugghússins Logsdon Farmhouse Ales, sem er í Hood River-sýslu í Oregon í Bandaríkjunum. Brugghúsið hóf framleiðslu árið 2011 og þar er bjórnum tappað á kampavínsflöskur. „Okkar vinsælasta vara, bjórinn Seizoen Bretta, vann til verðlauna árið 2012 á stærstu bjórhátíð Bandaríkjanna, Great American Beer Festival, í flokki svokallaðra sveitabjóra. Þá fór allt af stað bæði hér innanlands og úti um allan heim,“ segir Auðunn. Hann segir að framleiðsla brugghússins verði að öllum líkindum tvöfölduð á árinu. „Við þurfum að auka framleiðsluna því bæði New York og Chicago eru að biðja um bjór og við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá Englandi og Danmörku. Annars er bjórinn seldur á vesturströnd Bandaríkjanna, í Vermont-ríki á austurströndinni og svo í Kanada.“ Auðunn flutti til Bandaríkjanna árið 1980 og hefur búið þar síðan fyrir utan þrjú ár á tíunda áratugnum þegar hann bjó hér á landi. Hann starfaði áður í veitingageiranum og kynntist þá David Logsdon, lífefnafræðingi og öðrum eiganda brugghússins.Auðunn Sæberg Einarsson.„David fékk mig út í þetta. Hann er þekktur í bjórheiminum og stofnaði áður og rak þekkt brugghús hér í Oregon. Ég vissi að hann væri sterkur í þessu og hikaði því ekki við að fara með honum út í þetta ævintýri, enda kom í ljós að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ segir Auðunn. Hann og David ætla að koma hingað til lands í lok febrúar og taka þátt í árlegri bjórhátíð Kex Hostels. Auðunn kemur lítið að framleiðslunni sjálfri en hann sér um markaðssetninguna ásamt því að teikna merkimiðana sem fara utan á flöskurnar. „Ég er í brugghúsinu fjóra daga í viku yfir sumartímann. Þá vinn ég við átöppun og annað slíkt. Ég er hins vegar enginn sérfræðingur í því að búa til bjór, ég er vínmaður,“ segir Auðunn og hlær.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira