Fleiri fréttir

Ranglátt að kreppuvaldarnir fái himinháa bónusa

Erkibiskupinn af York gagnrýnir harðlega það bil sem er að myndast á milli tekjuhárra og tekjulágra í Bretlandi. Hann spyr hvort það sé rétt að bankamenn sem tóku þátt í að skapa efnahagskreppuna þar í landi eigi að fá himinháa launabónusa.

FME gagnrýnir Kauphöllina

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemd þess efnis að Kauphöll Íslands hafi ekki tekið nógu snemma eftir viðskiptum tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf á árinu 2008. Ekki er tiltekið hvaða fjármálafyrirtæki er um að ræða. Þetta kemur fram í niðurstöðu athugunar FME á rafrænu eftirliti Kauphallarinnar sem birt var á vef eftirlitsins í fyrradag.

Sóun á tíma og peningum

Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað.

Efnahagsráðuneyti tekur upp tillögur Vickers fyrir Ísland

Aldrei aftur verður tekin áhætta í bönkunum með sparifé almennings ef áform efnahags- og viðskiptaráðuneytisins ganga eftir. Í upphafi nýs árs verður kynnt áætlun um breytingar á fjármálafyrirtækjum en stefnt er því að smíða sérstakar girðingar utan um innlán til að tryggja hag sparifjáreigenda, að breskri fyrirmynd.

Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar

Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar.

Apple þróar vetnisrafhlöðu fyrir fartölvur

Svo virðist sem að tæknirisinn Apple sé nú að þróa vetnisrafhlöður fyrir fartölvur sínar. Fartölva sem knúinn er af slíkri rafhlöðu gæti starfað vikum saman án þess að þurfa á endurhleðslu.

Bakslag í rannsókn á Tchenguiz-bræðrunum

Ákveðið bakslag virðist hafa komið í rannsókn SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, á bræðrunum Roberts og Vincent Tchenguiz sem voru einir stærstu lántakendur Kaupþings fyrir hrun. Handtökutilskipun sem gefin var út á hendur Vincent Tchenguiz virðist hafa byggst á röngum forsendum og þar með verið ólögmæt.

Segir alla græða á sölu Landsvirkjunar

Lífeyrissjóðirnir lýstu yfir áhuga á Landsvirkjun á fundi með fjármálaráðherra í nóvember. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir fjárfestingu í Landsvirkjun afar góðan fjárfestingarkost. Nú sé boltinn hjá ríkisstjórninni að taka pólitíska ákvörðun um hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Allir landsmenn græði á því.

Moody's staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í morgun að lánshæfi Íslands haldist óbreytt. Lánshæfiseinkunn ríkisins verður því áfram Baa3 með neikvæðum horfum. Sú einkunn var staðfest í apríl 2011 þrátt fyrir að Íslendingar hefðu þá hafnað Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Íslandsbanki og Eykt eignast Höfðatorg

Íslandsbanki og byggingarfélaigð Eykt hafa samþykkt nauðasamning fyrir fasteignafélagið Höfðatorg ehf. Samningurinn felur í sér að Íslandsbanki og Eykt eignast allt hlutafé í Höfðatorgi. Aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki og Eykt voru smærri og áttu ekki aðild að nauðsamningnum. Íslandsbanki var aðal lánveitandi Höfðatorgs og hefur nú eignast 72,5% hlutfjár. Eykt, sem átti kröfu á hendur Höfðatorgi vegna áfallins byggingarkostnaðar við verkefnið, eignast 27,5% hlutafjár. Stjórn félagsins skipa nú tveir fulltrúar Íslandsbanka og einn fulltrúi Eyktar. Fulltrúar Íslandsbanka eru óháðir bankanum eins og vinnureglur bankans mæla fyrir um. Eykt mun áfram hafa umsjón með rekstri félagsins og annast útleigu fasteigna þess. Höfðatorg er fasteignafélag sem hefur til leigu um 47 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði á Höfðatorgsreit og í nálægum byggingum við Skúlatún og Borgartún í Reykjavík. Þar af eru útleigðir 40 þúsund fermetrar. Félagið stóð í miklum framkvæmdum á þeim tíma þegar fjármálakerfið hrundi og hækkuðu erlend lán þess þá mikið. Í kjölfarið ákváðu samningsaðilar að ljúka við byggingu turnsins á Höfðatorgi og var það gert í sameiningu. Aðrir kröfuhafar Höfðatorgs en Íslandsbanki og Eykt sem nú eiga félagið munu fá kröfur sínar greiddar. Íslandsbanki stefnir að því að selja sinn hlut í félaginu.

Hjartavernd tapaði rúmum 80 milljónum á viðskiptum við Landsvaka

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Landsvaka, dótturfélag gamla Landsbankans, er ekki skylt að greiða Hjartavernd tæpar 83 milljónir króna sem töpuðust þegar lokað var fyrir viðskipti með fjárfestingasjóði Landsvaka, sem nefndur var Peningabréf, þann 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett. Hjartavernd óskaði eftir innlausn á hlutdeildarskírteinum sínum í fjárfestingarsjóðnum með tölvupósti rétt fyrir tíu þann dag, en pöntunin er skráð hjá Landsvaka klukkan tíu mínútur í fjögur.

Icelandair og Frontier Airlines í samstarf

Icelandair og bandaríska flugfélagið Frontier Airlines kynntu í dag nýtt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars samkvæmt tilkynningu frá Icelandair.

N1 vill stækka á matvörumarkaði

N1 ætlar í framtíðinni að hasla sér frekari völl á markaði með matvöru og jafnframt annarri smásölu sem tengist ekki eldsneyti. Þetta sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu hér á Vísi.

Intel þróar snjallsíma

Bandaríska tæknifyrirtækið Intel hefur opinberað frumgerð snjallsíma sem knúinn er af nýjasta örgjörva fyrirtækisins. Intel var frumkvöðull á sviði einkatölvunnar en hefur á síðustu árum verið fjarverandi í þróun snjallsíma.

Lækkanir þrátt fyrir risa innspýtingu

Lækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt og evran lét undan í morgun sem talið er merki um efasemdir fjárfesta um að 500 milljarða evra innspýting Seðlabanka Evrópu inn í hagkerfi álfunnar í gær hafi tilætluð áhrif.

Lögfræðingur kanni lögmæti Perlusölu

Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær var samþykkt að fela lögfræðingi að kanna lögmæti þess að veita upplýsingar um tilboðsgjafa í Perluna og fjárhæðir tilboðanna. Þetta var samþykkt í framhaldi af tillögu Kjartans Magnússonar fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn, sem gagnrýndi farmvindu málsins harðlega.

Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín?

Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar.

N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013.

"Skipulagt, ólögmætt, markvisst og refsivert"

Einn af yfirmönnum Kaupþings bar fyrir dómi að krafa bankans á hendur sér vegna hlutabréfakaupa væri ekki gild vegna þess að Kaupþing hefði stundað markaðsmisnotkun með því að hafa með "skipulögðum, markvissum, ólögmætum og refsiverðum hætti" haldið uppi verði hlutabréfa í bankanum.

Engin innistæða fyrir síðustu launahækkunum

Hækkun launa er langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og þær launahækkanir sem við sjáum í samkeppnislöndunum. Þá er kaupmáttur launa á sama stað og hann var árið 2004.

Peningastefnunefnd var sammála um stýrivaxtaákvörðunina

Tillaga seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum þann 7. desember síðastliðinn var samþykkt samhljóða af öllum í peningastefnunefnd. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem var gerð opinber í dag.

Greining Íslandsbanka segir launahækkanir of miklar

Launahækkanir á Íslandi undanfarið ár eru langt umfram framleiðniaukningu vinnuafls í hagkerfinu og launahækkanir í samkeppnislöndunum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í morgun námu almennar launahækkanir 0,3% í nóvember síðastliðnum og launahækkanir síðustu tólf mánaða nema 9%.

Skal greiða rúman milljarð til Landsbankans vegna framvirkra samninga

Eignarhaldsfélagið NVN var í morgun dæmt til þess að greiða Landsbanka Íslands 995 milljónir króna í héraðsdómi í dag vegna framvirkra samninga sem félagið gerði um kaup á bréfum í bankanum. Stjórnarformanni félagsins, Einari Erni Jónssyni er gert að greiða 250 milljónir af upphæðinni, sem nemur sjálfskuldarábyrgð hans.

Líklegt að Bretar annist málsvörn fyrir Ísland

míðaður hefur verið listi í utanríkisráðuneytinu yfir þær lögmannsstofur sem búa yfir sérfræðiþekkingu í málflutningi fyrir ríki fyrir EFTA-dómstólnum. Að öllum líkindum verður ráðin bresk lögmannsstofa og lögmannskostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna króna.

Actavis semur um markaðssetningu á verkjalyfi

Actavis Group hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma Limited um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Undirbúningur markaðssetningar hefst þegar í stað, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Actavis. Reiknað er með að lyfið komi á bandaríska markaðinn á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni, mun Actavis hafa einkaleyfi til að markaðssetja og selja MoxDuo á bandaríska markaðinum. Samkvæmt áætlunum verður MoxDuo aðal verkjalyf Actavis í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur þegar sett lyfið Kadian á þann markað. Talið er að markaðurinn fyrir lyf við bráðaverkjum í Bandaríkjunum velti um 2,5 milljörðum dala á ári.

Trésmiðjan TH á Ísafirði er gjaldþrota

Trésmiðjan TH ehf., á Ísafirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Eins og fram hefur komið var öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp í lok nóvember en þar unnu þrjátíu manns, bæði á Ísafirði og Akranesi.

Norðmenn vilja lána AGS 1100 milljarða króna

Norðmenn ætla að bjóðast til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 55 milljarða norskra króna, eða því sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna, á næstunni. Evrópusambandið hefur jafnframt beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að leysa skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Kaupmáttur að aukast að nýju

Laun hækkuðu almennt um 0,3% í nóvember miðað við mánuðinn á undan, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað almennt um 9%. Kaupmáttur launa, það er að segja hækkun launa að frádregnri verðbólgu, í nóvember hækkaði líka um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað um 3,6%.

Nýherji hýsir upplýsingakerfi Reita

Reitir fasteignafélag hafa ákveðið að velja Nýherja fyrir rekstur og hýsingu á upplýsingakerfum félagsins. Reitir hafa ennfremur tekið í notkun Rent A Prent prentþjónustu Nýherja sem felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja.

Fasteignaverð stendur í stað

Verð á fasteignum fer ekki lengur hækkandi. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í nóvember síðastliðnum og stendur í stað frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að síðastliðna 3 mánuði hafi vísitalan hækkað um 2,4%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,6%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Aflaverðmætið eykst um 11 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 114,2 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins 2011 samanborið við 103,2 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 11 milljarða króna eða 10,6% á milli ára.

Ársverðbólgan hækkar aðeins og mælist 5,3%

Ársverðbólgan mælist nú 5,3% og hækkaði lítillega frá síðasta mánuði þegar hún mældist 5,2%. Á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember er 386,0 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði.

Grunnhugmyndin í sjálfu sér ekki flókin

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segist skilja gagnrýni á flækjustig hinnar svokölluðu fjárfestingarleiðar bankans en segir grunnhugmyndina þó ekki flókna.

Óbreyttir dráttarvextir

Dráttarvöxtum verður haldið óbreyttum í janúar sem og vöxtum af verðtryggðum útlánum en óverðtryggðir vextir og vextir af skaðabótakröfum hækka.

Mikil uppsveifla á öllum mörkuðum

Mikil uppsveifla var á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Veislan á Wall Street hófst þegar nýjar efnahagstölur sýndu að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum er loks að braggast eftir að hafa hrunið árið 2008.

FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld

Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf.

Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu

Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone.

Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun.

Apple sigrar í einkaleyfisdeilu við HTC

Tæknirisinn Apple hefur borið sigur úr býtum í einkaleyfisdeilu við snjallsímaframleiðandann HTC. Alþjóða Viðskiptaráð Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að HTC hefði brotið á einkaleyfi Apple.

Sjá næstu 50 fréttir