Viðskipti innlent

Icelandair og Frontier Airlines í samstarf

Icelandair og bandaríska flugfélagið Frontier Airlines kynntu í dag nýtt samstarf flugfélaganna sem meðal annars felur í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum hvors annars samkvæmt tilkynningu frá Icelandair.

Viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil frá Íslandi til þeirra tuga bandarísku borga sem Frontier flýgur til og jafnframt geta viðskiptavinir Frontier keypt miða til Íslands og Evrópulanda með flugi Icelandair.

Samkomulagið tengist flugi Icelandair til Denver, sem hefst í maí á næsta ári, en Denverflugvöllur er helsta miðstöð Frontier. Félagið býður daglega upp á 500 flug til 80 áfangastaða í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada út frá Denver og öðrum helstu miðstöðum sínum, sem eru borgirnar Milwaukee og Kansas City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×