Fleiri fréttir

Jólamaturinn miklu dýrari í ár

Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. ASÍ segir að þegar bornar séu saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlitið gerði í desember í fyrra og desember í ár, komi í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hafi til dæmis hækkað um allt að 41% í sumum verslunum. Sem dæmi um miklar hækkanir á reyktu kjöti nefndi ASÍ að verð á birkireyktu úrbeinuðu hangilæri frá SS hefur hækkaði um 41% hjá Hagkaupum, 39% hjá Krónunni, 27% hjá Bónus, 16% hjá Nóatúni og 6% hjá Fjarðarkaupum. SS hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7% hjá Nettó. Aðrar hækkanir sem benda má á eru til dæmis kartöflur í lausu sem hafa hækkað um 39% hjá Nettó, 34% hjá Nóatúni, 33% hjá Bónus, 23% hjá Krónunni, 22% hjá Fjarðarkaupum en lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum. 600 gramma konfektkassi frá Nóa hefur hækkað í verði um 25% hjá Nóatúni, Samkaupum-Úrvali og Fjarðarkaupum, 14% hjá Nettó, 7% hjá Bónus og nánast staðið í stað hjá Hagkaupum. Vinsæl jólavara eins og tveggja lítra Egils appelsín hefur hækkað um 2-13% frá því í fyrra, minnst hækkaði appelsínið hjá Nettó eða úr 265 krónum í 269, eða um 2% en mest hækkaði það hjá Samkaupum-Úrvali úr 287 krónum í 324, eða 13%.

Magnús Guðmundsson greiði rúmar 700 milljónir

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, var í dag dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfakaupa en samhliða var ákvörðun um að aflétta persónulegum ábyrgðum hans vegna lánanna rift.

Eignasala Icelandic Group nemur 41 milljarði

"Með sölu á starfseminni í Bandaríkjunum og sölu eigna í Þýskalandi og Frakklandi hefur Icelandic Group nú selt eignir fyrir samtals um 41 milljarð króna, þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á þessari starfsemi.“

Kröfuhafar nálgast Hannes

FI fjárfestingar ehf., félag í eigu Hannesar Smárasonar, var tekið til gjaldþrotaskipta á föstudag. Í kjölfarið mun skilanefnd Glitnis geta krafið Hannes um 400 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst undir þegar FI fjárfestingar, sem hétu áður Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö kúlulán hjá bankanum í lok árs 2007. Lánin standa nú í um 4,7 milljörðum króna.

Subway hagnaðist um 124 milljónir

Stjarnan ehf., sem er með einkaleyfi á Íslandi fyrir veitingahúsakeðjunni Subway, hagnaðist um 124,3 milljónir króna í fyrra. Það er rúmum fimmtán milljónum króna meiri hagnaður en árið 2009 þegar félagið hagnaðist um 109 milljónir króna. Stjarnan er í 100% eigu félags Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns. Stjarnan opnaði nýverið tuttugasta Subway-staðinn á Íslandi.

Fleiri gætu fengið bakreikning

Afstaða skattayfirvalda varðandi vexti á lánum vegna skuldsettra yfirtaka á fyrirtækjum er sú að þeir séu ekki frádráttarbærir frá tekjum fyrirtækja, þar sem ekki séu uppfyllt grundvallarskilyrði fyrir frádráttarbærni. Þetta segir í fréttatilkynningu frá embætti Ríkisskattstjóra frá desember 2009.

High Liner greiðir 250 milljónir meira fyrir Icelandic

Endanlegt kaupverð kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods fyrir bandarískar og asíu eignir Icelandic Group er rúmlega 2 milljónum dollara eða um 250 milljónum króna hærra en áður var tilkynnt.

Heldur dregur úr fjölda kaupsamninga um fasteignir

Heldur dró úr fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 92 talsins. Hinsvegar hefur 100 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali undanfarnar 12 vikur.

"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar

"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill.

"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt"

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.

Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu.

Google í jólaskapi

Starfsmenn tölvurisans Google eru sannarlega komnir í jólaskap. Með því að slá inn vinsælt textabrot í leitarvélina tekur að snjóa og leitarniðurstöðurnar verða þaktar hrími.

Ekki hægt að flytja bílalánið nema með þriðjungshækkun á vöxtum

Bílalánafyrirtækið Ergo neitar hjónum, sem vilja flytja bílalánið sitt yfir á nýrri bíl, um veðflutning nema nýr samningur verði gerður með rösklega þriðjungshækkun á vöxtum. Bankinn kveðst mæta fólki á miðri leið og veita afslátt frá markaðsvöxtum við veðflutning.

Stjórnarmenn lásu um viljayfirlýsinguna í fjölmiðlum

Stjórn Orkuveitunnar fékk ekki í hendur neinar upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýsingu um söluna við hæstbjóðanda. Þetta fullyrðir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður i OR. Hann segir að slík gögn hafi verið send stjórnarmönnum með tölvupósti laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að stjórnarmenn höfðu lesið um umrædda viljayfirlýsingu í fjölmiðlum í morgun.

Forstjóri Norðuráls ánægður með niðurstöður í máli gegn HS orku

HS Orku er skylt að afhenda Norðuráli orku eins og félögin höfðu samið um. Þetta eru niðurstöður úr gerðardómsmáli varðandi gildi orkusölusamnings milli HS Orku og Norðuráls Helguvík. Gerðardómurinn, sem féll í Svíþjóð, var kynntur í dag. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var árið 2007, ber HS Orku að afhenda orku til nýrrar álverksmiðju sem Norðurál er að reisa í Helguvík.

Primera semur við Skýrr

Flugfélagið Primera Air hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri á upplýsingatækniumhverfi sínu á Íslandi. Í samningnum felst meðal annars að Skýrr hýsir um fimmtíu netþjóna Primera Air í rammgerðum vélasölum með öruggu gagnasambandi á háhraðaneti, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem segir ennfremur að mikil áhersla hafi í undirbúningi verið lögð á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi lausnarinnar.

Skuldastaða heimilanna lækkað um 8%

Skuldastaða heimilanna hefur lækkað um tæplega 8%, eða 150 milljarða frá þriðja ársfjórðungi 2009. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika. Þar kemur fram að skuldir heimilanna fóru hæst upp í 129% af landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi 2009 en þær er í dag um 107% af ætlaðri landsframleiðslu ársins í ár. Þetta þýðir að skuldir heimilanna námu um 2000 milljörðum þegar mest var en nema núna um 1800 milljörðum.

Búið að ganga frá sölu Húsasmiðjunnar

Framtakssjóður Íslands hefur selt rekstur og eignir Húsasmiðjunnar til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma Gruppen A/S. Söluferli Húsasmiðjunnar hefur staðið frá því í ágúst síðastliðnum og átti Bygma hæsta tilboð í fyrirtækið. Heildarvirði samningsins nemur um 3,3 milljörðum króna og felur hann í sér að Bygma tekur yfir vaxtaberandi skuldir Húsasmiðjunnar að upphæð um 2,5 milljarðar króna og greiðir að auki 800 milljónir króna í reiðufé.

Telja ekki þörf á að herða reglur um niðurhal af netinu

Um þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur sótt tónlist, kvikmyndir eða annað höfundarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi.

Viljayfirlýsing um sölu á Perlunni undirrituð

Orkuveita Reykjavíkur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Perlunni við þá aðila sem áttu hæsta tilboð í eignina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að bjóðendur fái nú frest til 31. mars næstkomandi til að aflétta fyrirvörum í tilboði sínu.

Landsbankinn hefur áhuga á útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt

Landsbankinn hefur bættst í hóp Íslandsbanka og Arion banka hvað varðar áhuga á útgáfu á skuldabréfum í erlendum myntum. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem rætt er við Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans um málið.

Afli Færeyinga við Ísland 19 þúsund tonn í fyrra

Afli erlendra ríkja við Ísland var rúm 19 þúsund tonn árið 2010 miðað við tæp 11 þúsund tonn 2009. Færeyingar stunduðu einar þjóða veiðar hér við land á síðasta ári og mest var veitt af loðnu eða rúm 7 þúsund tonn.

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka sem bendir til að fjárfestar telji að skuldakreppan á evrusvæðinu muni bíta í á öðrum hagsvæðum heimsins. Auk þess bendir margt til að kínverska hagkerfið sé einnig að kólna hratt.

Bygma er að ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni

Danska byggingavörukeðjan Bygma A/S mun ganga frá kaupum á Húsasmiðjunni í byrjun þessarar viku. Heimildir Fréttablaðsins herma að náðst hafi samkomulag milli Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) og dönsku kaupendanna um þá niðurstöðu.

Ísland hagnast verulega á aðild Rússa að WTO

Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni sem samþykkt var í gær mun að öllum líkindum hafa afar góð áhrif á viðskiptaskilyrði Íslendinga og Rússa, en heildarútflutningur til landsins nam um 11,6 milljörðum króna á síðasta ári.

Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun

Efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess.

Iceland Express stundvísari en Icelandair

Fleiri brottfarir Iceland Express fóru í loftið á réttum tíma en hjá Icelandair á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar þess fyrrnefnda héldu þó aðeins í innan við þriðjungi tilfella samkvæmt frétt sem birtist á vef Túristans.

Tímamót í heimsviðskiptum - Rússland orðið hluti af WTO

Í gær var aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) samþykkt af aðildarríkjum stofnunarinnar á áttunda ráðherrafundi stofnunarinnar í Genf sem lýkur í dag. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, var viðstaddur undirritunina en hann hefur síðustu átta ár verið formaður í sérstökum vinnuhópi Rússlands og aðildarríkja WTO og stýrði aðildarviðræðunum til loka.

Þarf að auka traust á efnahagslífinu

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segist fagna málefnalegu innleggi Viðskiptaráðs í umræðuna um afnám gjaldeyrishafta en tillögur sérfræðingahóps ráðsins um hvernig afnema megi höftin á einu ári voru kynntar í gær.

Landsbankinn fellir niður lán stofnfjáreigenda

Landsbankinn mun fella niður flest þau lán sem veitt voru til ríflega 500 einstaklinga og 30 lögaðila við stofnfjáraukningu í Sparisjóðnum í Keflavík, Sparisjóði Húnaþings og Stranda og Sparisjóði Vestfirðinga árið 2007.

Bréf í Högum upp um 18,1%

Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna.

Amer Sports kaupir Nikita

Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni.

Samningar um þriðja kísilverið langt komnir

Fyrirtækið Thorsil hefur sótt um lóð á Bakka undir kísilver og er langt komið með orkusamning við Landsvirkjun. Þetta er þriðja verksmiðjan af þessu tagi sem nú er í farvatninu hérlendis og gæti skapað 360 framtíðarstörf á Norðurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir