Viðskipti innlent

Moody's staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands

Mynd/NASA
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í morgun að lánshæfi Íslands haldist óbreytt. Lánshæfiseinkunn ríkisins verður því áfram Baa3 með neikvæðum horfum. Sú einkunn var staðfest í apríl 2011 þrátt fyrir að Íslendingar hefðu þá hafnað Icesave samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þrátt fyrir að nú stefni í að sú deila fari fyrir EFTA dómstólinn segist Moody's ekki vilja gera breytingu á lánshæfinu, í ljósi þess að allar líkur séu á því að þrotabú Landsbankans muni fyllilega standa undir greiðslum til Breta og Hollendinga. Þá segir Moody's í rökstuðningi sínum í morgun að efnahagslegur styrkur landsins sé viðunandi. Þrátt fyrir áföll síðustu ára séu meðaltekjur enn háar í samanburði við önnur lönd.

Neikvæðu horfurnar eru útskýrðar með því að blikur séu á lofti hvað varðar fjármál ríkisins og afléttingu gjaldeyrishafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×