Sóun á tíma og peningum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2011 20:00 Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í Kastljósinu í fyrrakvöld hafa vakið nokkra athygli. Í viðtalinu var ráðherrann spurður út í fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö frumvörp þess efnis. Það stærra, sem ekki var afgreitt á þinginu sem lauk í vor á þessu ári, hefur valdið miklum deilum, en nær allir hagfræðingar sem litið hafa frumvarpið augum hafa sagt það skaða sjávarútveginn og draga úr hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Meira að segja hagfræðingar Alþýðusambands Íslands eru í þeim hópi. Utanríkisráðherra sagði m.a í Kastljósinu að núverandi kerfi væri eftirsóknarvert, því ESB væri að reyna að fara að fordæmi okkar Íslendinga.ESB rennir hýru auga til íslenska kvótakerfisins „Okkar eigið kvótakerfi er nú það sem Evrópa rennir hýru auga til. Ég veit ég má ekki segja svona, en það er nú samt þannig að þeir vilja taka það upp," sagði Össur í Kastljósinu. Össur sagði einnig í viðtalinu að stærra kvótafrumvarpið sem lagt hefði verið fram sl. vor hefði verið eins og að lenda í bílslysi, svo slæmt hefði það verið. Ef nota á myndlíkingu ráðherrans er hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi kannski viljandi lent í bílslysi, sem er auðvitað æði sérstakt. Vissulega er málaflokkurinn ekki á borði Össurar og málamiðlanir eru nauðsynlegar til að halda ríkisstjórninni saman, en ummælin hafa vakið athygli. Hvaða skilaboð eru þetta til atvinnurekenda í sjávarútvegi, að eyða tíma og peningum í þessa vinnu, en ríkisstjórnin segir síðan að hún hafi ekki meinað neitt með því? „Jú, auðvitað hafa menn ekkert gert en að hugsa um þetta að undanförnu og eytt í það miklum tíma og peningum. Við erum þeir sem lentu í þessu bílslysi eins og Össur lýsti því, en auðvitað vonast menn til þess að þetta sé þá liðin tíð og við getum þá farið að horfa fram á veginn," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Friðrik gagnrýnir þó þessi vinnubrögð. Hann segir að ekki sé boðlegt að bjóða upp á grundvallarbreytingar á heilli atvinnugrein af hálfum hug. „Það eru auðvitað alls ekki vinnubrögð sem nokkur ríkisstjórn getur boðið heilli atvinnugrein upp á. Það er nokkuð ljóst." thorbjorn@365.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það óforsvaranlegt að ríkisstjórnin bjóði stórum atvinnurekendum þessa lands upp á frumvörp sem skaði sjávarútveginn sem atvinnugrein en meini svo ekkert með því. Með því sé bæði tíma og peningum sóað. Ummæli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, í Kastljósinu í fyrrakvöld hafa vakið nokkra athygli. Í viðtalinu var ráðherrann spurður út í fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ríkisstjórnin hefur lagt fram tvö frumvörp þess efnis. Það stærra, sem ekki var afgreitt á þinginu sem lauk í vor á þessu ári, hefur valdið miklum deilum, en nær allir hagfræðingar sem litið hafa frumvarpið augum hafa sagt það skaða sjávarútveginn og draga úr hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Meira að segja hagfræðingar Alþýðusambands Íslands eru í þeim hópi. Utanríkisráðherra sagði m.a í Kastljósinu að núverandi kerfi væri eftirsóknarvert, því ESB væri að reyna að fara að fordæmi okkar Íslendinga.ESB rennir hýru auga til íslenska kvótakerfisins „Okkar eigið kvótakerfi er nú það sem Evrópa rennir hýru auga til. Ég veit ég má ekki segja svona, en það er nú samt þannig að þeir vilja taka það upp," sagði Össur í Kastljósinu. Össur sagði einnig í viðtalinu að stærra kvótafrumvarpið sem lagt hefði verið fram sl. vor hefði verið eins og að lenda í bílslysi, svo slæmt hefði það verið. Ef nota á myndlíkingu ráðherrans er hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi kannski viljandi lent í bílslysi, sem er auðvitað æði sérstakt. Vissulega er málaflokkurinn ekki á borði Össurar og málamiðlanir eru nauðsynlegar til að halda ríkisstjórninni saman, en ummælin hafa vakið athygli. Hvaða skilaboð eru þetta til atvinnurekenda í sjávarútvegi, að eyða tíma og peningum í þessa vinnu, en ríkisstjórnin segir síðan að hún hafi ekki meinað neitt með því? „Jú, auðvitað hafa menn ekkert gert en að hugsa um þetta að undanförnu og eytt í það miklum tíma og peningum. Við erum þeir sem lentu í þessu bílslysi eins og Össur lýsti því, en auðvitað vonast menn til þess að þetta sé þá liðin tíð og við getum þá farið að horfa fram á veginn," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Friðrik gagnrýnir þó þessi vinnubrögð. Hann segir að ekki sé boðlegt að bjóða upp á grundvallarbreytingar á heilli atvinnugrein af hálfum hug. „Það eru auðvitað alls ekki vinnubrögð sem nokkur ríkisstjórn getur boðið heilli atvinnugrein upp á. Það er nokkuð ljóst." thorbjorn@365.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira