Bakslag í rannsókn á Tchenguiz-bræðrunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2011 12:17 Vincent Tchenguiz. Ákveðið bakslag virðist hafa komið í rannsókn SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, á bræðrunum Roberts og Vincent Tchenguiz sem voru einir stærstu lántakendur Kaupþings fyrir hrun. Handtökutilskipun sem gefin var út á hendur Vincent Tchenguiz virðist hafa byggst á röngum forsendum og þar með verið ólögmæt. Serious Fraud Office mun skila gögnum sem haldlögð voru í húsleit á skrifstofu bresk-íranska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz. SFO hefur viðurkennt að ákveðin mistök hafi verið gerð við rannsóknina en Tchenguiz var handtekinn ásamt bróður sínum, Robert, vegna rannsóknar á viðskiptum þeirra við Kaupþing banka. Frá þessu er greint í breska dagblaðinu Telegraph í dag. Níu mánuðir eru síðan bræðurnir voru handteknir auk sjö annarra og færðir til yfirheyrslu í umfangsmiklum aðgerðum á vegum SFO í Lundúnum vegna rannsóknar stofnunarinnar á aðdraganda falls Kaupþings, en stofnunin hefur verið í nánu sambandi við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi vegna málsins og nokkurra annarra sem tengjast starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Lögfræðiteymi Vincent Tchenguiz gerði margvíslegar athugasemdir við handtökutilskipun og húsleit sem gerð var á skrifstofu hans. Þar sem SFO hefur ekki getað hnekkt þeim athugasemdum sem lögmenn Tchenguiz gerðu við húsleitina og handtökutilskipunina þarf breska lögreglan að greiða lögfræðikostnað hans vegna málsins. Mál SFO gegn bræðrunum verður ekki fellt niður en hún snýr að lánveitingum til þeirra og veðtryggingum sem þeir lögðu fram, en í félaginu Pennyrock á Vincent gríðarlegt fasteignasafn sem skilar af sér miklum leigutekjum og þær hafa verið veðsettar fyrir 100 milljóna punda láni hjá Kaupþingi. Haft er eftir Vincent Tchenguiz í Telegraph að hann sé sáttur að SFO hafi fallist á greiðslu lögfræðikostnað hans. Hins vegar sé tjón aðgerðanna gegn honum, bæði fjárhagslegt og á mannorði hans, mun stórtækara og að hann hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum og krefjast skaðabóta. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Ákveðið bakslag virðist hafa komið í rannsókn SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, á bræðrunum Roberts og Vincent Tchenguiz sem voru einir stærstu lántakendur Kaupþings fyrir hrun. Handtökutilskipun sem gefin var út á hendur Vincent Tchenguiz virðist hafa byggst á röngum forsendum og þar með verið ólögmæt. Serious Fraud Office mun skila gögnum sem haldlögð voru í húsleit á skrifstofu bresk-íranska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz. SFO hefur viðurkennt að ákveðin mistök hafi verið gerð við rannsóknina en Tchenguiz var handtekinn ásamt bróður sínum, Robert, vegna rannsóknar á viðskiptum þeirra við Kaupþing banka. Frá þessu er greint í breska dagblaðinu Telegraph í dag. Níu mánuðir eru síðan bræðurnir voru handteknir auk sjö annarra og færðir til yfirheyrslu í umfangsmiklum aðgerðum á vegum SFO í Lundúnum vegna rannsóknar stofnunarinnar á aðdraganda falls Kaupþings, en stofnunin hefur verið í nánu sambandi við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi vegna málsins og nokkurra annarra sem tengjast starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Lögfræðiteymi Vincent Tchenguiz gerði margvíslegar athugasemdir við handtökutilskipun og húsleit sem gerð var á skrifstofu hans. Þar sem SFO hefur ekki getað hnekkt þeim athugasemdum sem lögmenn Tchenguiz gerðu við húsleitina og handtökutilskipunina þarf breska lögreglan að greiða lögfræðikostnað hans vegna málsins. Mál SFO gegn bræðrunum verður ekki fellt niður en hún snýr að lánveitingum til þeirra og veðtryggingum sem þeir lögðu fram, en í félaginu Pennyrock á Vincent gríðarlegt fasteignasafn sem skilar af sér miklum leigutekjum og þær hafa verið veðsettar fyrir 100 milljóna punda láni hjá Kaupþingi. Haft er eftir Vincent Tchenguiz í Telegraph að hann sé sáttur að SFO hafi fallist á greiðslu lögfræðikostnað hans. Hins vegar sé tjón aðgerðanna gegn honum, bæði fjárhagslegt og á mannorði hans, mun stórtækara og að hann hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum og krefjast skaðabóta. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun