FME gagnrýnir Kauphöllina 24. desember 2011 11:00 Páll Harðarson segir að athugun Fjármálaeftirlitsins hafi verið mjög gagnleg fyrir alla aðila og að Kauphöllin taki athugasemdir eftirlitsins alvarlega. fréttablaðið/GVA Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemd þess efnis að Kauphöll Íslands hafi ekki tekið nógu snemma eftir viðskiptum tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf á árinu 2008. Ekki er tiltekið hvaða fjármálafyrirtæki er um að ræða. Þetta kemur fram í niðurstöðu athugunar FME á rafrænu eftirliti Kauphallarinnar sem birt var á vef eftirlitsins í fyrradag. Viðskipti Kaupþings, Landsbankans og Glitnis með eigin hlutabréf fyrir hrun eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Meðal annars leikur grunur á að þau hafi falið í sér skipulega markaðsmisnotkun. FME „gerir athugasemd við ákveðna þætti í eftirliti Kauphallarinnar á árinu 2008. Fjármálaeftirlitið telur til dæmis að þegar horft er yfir langt tímabil og með hliðsjón af miklum söluþrýstingi þá hefðu viðskipti tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf átt að vekja athygli Kauphallarinnar fyrr en raunin varð“. FME telur þó ekki að hægt sé að fullyrða að Kauphöllin hafi brotið gegn lögum um kauphallir. Vert er að taka fram að meginábyrgð á eftirliti með verðbréfaviðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði liggur hjá FME, ekki Kauphöllinni. Henni hafa þó verið falin „tiltekin eftirlitsverkefni“. Í skjalinu segir að til standi að skipa vinnuhóp um hvernig megi bæta eftirlit með viðskiptum á verðbréfamarkaði og hvernig verkaskiptingu milli Kauphallarinnar og FME verði best háttað til frambúðar. - þsj Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert athugasemd þess efnis að Kauphöll Íslands hafi ekki tekið nógu snemma eftir viðskiptum tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf á árinu 2008. Ekki er tiltekið hvaða fjármálafyrirtæki er um að ræða. Þetta kemur fram í niðurstöðu athugunar FME á rafrænu eftirliti Kauphallarinnar sem birt var á vef eftirlitsins í fyrradag. Viðskipti Kaupþings, Landsbankans og Glitnis með eigin hlutabréf fyrir hrun eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Meðal annars leikur grunur á að þau hafi falið í sér skipulega markaðsmisnotkun. FME „gerir athugasemd við ákveðna þætti í eftirliti Kauphallarinnar á árinu 2008. Fjármálaeftirlitið telur til dæmis að þegar horft er yfir langt tímabil og með hliðsjón af miklum söluþrýstingi þá hefðu viðskipti tiltekinna fjármálafyrirtækja með eigin hlutabréf átt að vekja athygli Kauphallarinnar fyrr en raunin varð“. FME telur þó ekki að hægt sé að fullyrða að Kauphöllin hafi brotið gegn lögum um kauphallir. Vert er að taka fram að meginábyrgð á eftirliti með verðbréfaviðskiptum á skipulegum verðbréfamarkaði liggur hjá FME, ekki Kauphöllinni. Henni hafa þó verið falin „tiltekin eftirlitsverkefni“. Í skjalinu segir að til standi að skipa vinnuhóp um hvernig megi bæta eftirlit með viðskiptum á verðbréfamarkaði og hvernig verkaskiptingu milli Kauphallarinnar og FME verði best háttað til frambúðar. - þsj
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira