Fleiri fréttir Samið um hönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar Fyrr í dag samdi Landsvirkjun við verkfræðistofurnar Verkís hf. og Mannvit hf. um útboðs- og lokahönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar á Norðausturlandi. Heildarfjárhæð samninga er 2,9 milljarðar króna. 20.10.2011 15:16 Upp úr sauð á milli mótmælenda í Aþenu Slegið hefur í brýnu á milli óeirðaseggja og annarra mótmælenda í Aþenu höfuðborg Grikklands í dag. Þúsundir komu saman fyrir utan þinghúsið í borginni til þess að lýsa vanþóknun sinni á nýjum niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Grjótkasti og bensínsprengjum var beitt í bardaga sem braust út á milli grímuklæddra ungmenna og liðsmanna verkalýðsfélaga sem njóta stuðnings kommúnista á Grikklandi. 20.10.2011 15:14 Bauðst að fjármagna kaupin á Iceland með láni Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. 20.10.2011 12:00 Styrkir stoðir rekstursins enn frekar “Þetta er rennir styrkari stoðum undir reksturinn," segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Betware, en það hefur gengið frá samningi við Cirsa Gaming Corporation á Spáni, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. 20.10.2011 11:45 Útflutningsfyrirtæki ætla að auka umsvif sín erlendis Sóknarhugur er í fyrirtækjum sem starfa í útflutningsgreinum eða eru með starfsemi erlendis. Ríflega helmingur þeirra (56%) hyggst auka útflutning eða erlenda starfsemi á næstu 2-3 árum, tæpur þriðjungur (29%) telur það óvíst en 15% fyrirtækjanna hyggjast ekki gera það. 20.10.2011 10:08 Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar. Skrifað var undir fjármögnunarsamning milli Landsbankans og rekstrarfélags skemmtigarðsins þann 14. október síðastliðinn. 20.10.2011 10:02 Enginn rannsóknaraðili kvaddur til vitnis Enginn þeirra sem rannsakað hefur meint skattalagabrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í skattahluta Baugsmálsins svokallaða var kallaður sem vitni fyrir dóminn. Þetta sagði Gestur Jónsson lögmaður hans þegar hann krafðist sýknudóms í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það væri engu að síður venja að menn sem kæmu að rannsókn mála væru kallaðir til vitnis. 20.10.2011 09:55 Aflaverðmætið eykst um 3,8 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 83,6 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 79,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða króna eða 4,8% á milli ára. 20.10.2011 09:14 Fyrstu tilboðin í Iceland 1,3 til 1,5 milljarðar punda Fyrstu tilboðin í Iceland Foods verslunarkeðjuna hljóða upp á 1,3 til 1,5 milljarða punda eða allt að 273 milljarða króna. 20.10.2011 09:06 Danska stjórnin hættir við að einkavæða Dong Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við áformin um að einkavæða Dong hið opinbera olíu- og gasfélag landsins. 20.10.2011 08:05 Reykjanesbær skuldar fjórfaldar tekjur sínar Skuldir Reykjanesbæjar nema liðlega tveimur milljónum króna á hvert mannsbarn í sveitarfélaginu, sem þýðir að bærinn skuldar fjórfaldar tekjur sínar, að því er Viðskiptablaðið hefur reiknað út. 20.10.2011 07:27 Ísland á uppleið í mælingum Alþjóðabankans Ísland hækkar um fjögur sæti á lista Alþjóðabankans yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stunda viðskipti og fyrirtækjarekstur. Ísland var í 13. sæti listans í fyrra en er komið í 9. sætið í ár. 20.10.2011 07:23 Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20.10.2011 06:00 Vinnslumet sett á Vopnafirði Starfsfólk uppsjávarfrystihúss HB Granda á Vopnafirði frysti yfir tuttugu þúsund tonn af síld og makríl á vertíðinni sem lauk um síðustu helgi. Um vinnslumet er að ræða enda er þetta tæplega 27 prósenta aukning frá vertíðinni í fyrra, enda þótt afli skipa félagsins í tegundunum hafi dregist saman um tæplega fimmtán prósent milli ára. Þetta kemur fram í samantekt uppsjávarsviðs HB Granda sem sagt er frá á heimasíðu félagsins. 20.10.2011 05:00 Icelandair sker sig úr meðal flugfélaga Hlutabréfaverð Icelandair Group, móðurfélags Icelandair og fleiri fyrirtækja, hefur hækkað um 81,3 prósent það sem af er ári. Á sama tímabili hefur hlutabréfaverð helstu flugfélaga Evrópu lækkað verulega. Þetta kemur fram í samantekt norska dagblaðsins Dagens Næringsliv um flugrekstur í Evrópu. 20.10.2011 04:00 Betware landar stórum samningi Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur skrifað undir stóran samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir internet- og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum. 20.10.2011 03:15 Arion setur tvö hundruð milljónir í rekstur Pennans 20.10.2011 00:01 Hlutabréf lækkuðu í BNA Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag. Nasdaq lækkaði um 2,01% og S&P 500 um 1,26%. Helstu vísitölur í Evrópu hækkuðu hins vegar lítillega. FTSE vísitalan í Bretlandi hækkaði um 0,74% og Dax hækkaði um 0,61% 19.10.2011 20:45 Nova býður upp á sérstakan netsíma Símafyrirtækið Nova er farið að bjóða upp á sérstakan netsíma sem virkar svipað og fólk þekkir hjá Skype. Með símanum geta notendur hringt úr tölvu í aðra tölvu og úr tölvu í heimasíma eða farsíma á Íslandi og í útlöndum. 19.10.2011 18:51 Kannast ekki við að hafa verið hótað handtöku Stefán Hilmarsson, fyrrverandi endurskoðandi Baugs og núverandi fjármálastjóri 365, segir að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson kannist við það að þeim hafi verið hótað handtöku ef þeir mættu ekki til skýrslutöku hjá lögreglu. 19.10.2011 17:29 Apple hagnaðist um 3.000 milljarða Hagnaður Apple fyrir rekstrarárið sem lauk 24. september sl. nam 25,9 milljörðum dollara, eða sem nemur tæplega 3.000 milljörðum króna. 19.10.2011 15:35 Áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 7,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og að raungildi hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1,6 prósent á tímabilinu. Í september voru verðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímili í fyrra. Aukningin er 31 prósent. 19.10.2011 13:15 ESA samþykkir kaup Íslandsbanka á Byr Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur heimilað fyrir sitt leyti kaup Íslandsbanka á Byr. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vefsíðu ESA. 19.10.2011 12:02 Ekki hægt að skýla sér á bakvið sérfræðinga Sakborningar geta keypt sér sérfræðiaðstoð, en þeir bera sjálfir ábyrgð á því að skattskil séu með réttum hætti. Þetta sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari i málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í skattahluta Baugsmálsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs, auk fjárfestingafélaginu Gaumi. 19.10.2011 11:38 Vilja að fólk geti „skilað húsnæðinu“ Ein af tillögum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, sem kynntar hafa verið í sérstöku riti sem aðgengilegt er á vef flokksins, er sú að fólk sem ekki ræður við afborganir á húsnæðisláni sínu geti skilað húsnæðinu til lánastofnunar sinnar og setið eftir með hreint borð. 19.10.2011 11:32 Umhirða og eftirlit tryggir betri endingu 19.10.2011 11:00 Lánshæfiseinkunn Spánar lækkuð Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkaði í morgun lánshæfiseinkunn Spánar. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir að mesta áhyggjumálið sé mikið atvinnuleysi og hratt lækkandi húsnæðisverð, sem komi sér einkar illa fyrir veikburða fjármálakerfi landsins. 19.10.2011 10:42 Jóni Ásgeiri og Stefáni var hótað handtöku við rannsókn málsins Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Stefáni Hilmarssyni, fyrrverandi endurskoðanda fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs, var hótað handtöku þegar skattahluti Baugsmálsins var á rannsóknarstigi, ef þeir mættu ekki til yfirheyrslu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara þegar málflutningur í skattahluta Baugsmálsins hófst í morgun. 19.10.2011 09:58 Skortur á ófaglærðu starfsfólki háir fyrirtækjum Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmenntun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur. 19.10.2011 09:37 Starfandi fólki fjölgaði um 1.600 milli ára Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi í ár var 171.800 manns og fjölgar um 1.600 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 182.500 manns sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. 19.10.2011 09:17 Atvinnulausum fækkaði um 1.000 milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 10.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 5,6% hjá körlum og 6,2% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 1.000 manns. 19.10.2011 09:07 „Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta“ "Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu,“ segir Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. 19.10.2011 08:50 Spá því að verðbólgan lækki í 5,4% Greining Íslandsbanka spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,7% og í 5,4% í október. Gangi spáin eftir yrði það í fyrsta sinn sem verðbólgan á landinu lækkar milli mánaða frá því í janúar á þessu ári. 19.10.2011 08:06 Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. 19.10.2011 07:56 Olíuborpallur boðinn almenningi til sölu Norska olíufélagið Statoil hefur boðið almenningi til sölu einn af olíuborpöllum sínum. Borpallurinn er staðsettur á Huldra olíusvæðinu í Norðursjónum vestur af Bergen. 19.10.2011 07:52 Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 326,1 stig í september 2011 og hækkar um 1,3% frá fyrri mánuði. 19.10.2011 07:22 Nikita veldi í örum vexti Nikita hefur hannað og látið framleiða eigin snjóbrettalínu sem kemur á markað í Evrópu, Asíu og Ameríku með haustinu 2012. Mikilvægum áfanga náð segir Aðalheiður Birgisdóttir einn eigenda og stofnenda fyrirtækisins. 19.10.2011 05:00 Sérfróðir um rafgeyma 19.10.2011 11:00 Leiðandi hönd í gegnum ferlið 19.10.2011 09:00 Nýjasta útgáfa Android kynnt í dag Nýjasta útgáfa Android stýrikerfisins verður kynnt í dag. Google, sem framleiðir Android, vonast til að stemma stigum við velgengni Apple á snjallsíma markaðinum. 18.10.2011 23:25 Björgunarsjóður ESB stækkaður Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um að björgunarsjóður fyrir evrusvæðið verði stækkaður upp í tvær trilljónir evra til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu. Málið verður rætt á fundi leiðtoga Evrópuríkja um næstu helgi, eftir því sem fullyrt er á fréttavef Guardian. 18.10.2011 22:05 Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur i Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag. Dow Jones hækkaði um 1,58%, Nasdaq um 1,63% og S&P 500 um 2,04%. 18.10.2011 21:05 Hæsta tilboð í Perluna tilkynnt á komandi dögum Orkuveitan telur ekki tímabært að gefa upp hvert besta tilboðið í Perluna er. Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Vísi. Eins og greint frá fyrr í kvöld þá höfðu sex tilboð í Perluna borist þegar að tilboðsfrestur rann út síðdegis í dag. 18.10.2011 20:16 Sex kauptilboð bárust í Perluna Sex kauptilboð bárust í Perluna en frestur til að skila tilboðunum rann út í dag og voru þau opnuð síðdegis. Í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem á Perluna, segir að tilboðin séu nokkuð ólík að gerð og uppbyggingu og farið verður yfir þau og þau metin á næstu dögum, m.t.t. hugsanlegra fyrirvara eða skilmála sem í þeim kunna að vera. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka á Öskuhlíð sem ekki verða seldir og munu áfram þjóna hitaveitunni í Reykjavík. 18.10.2011 19:07 Lækka lánshæfismat hjá 24 ítölskum bönkum Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat 24 banka og fjármálastofnana. „Markaðsaðstæður á evrusvæðinu, sérstaklega á Ítalíu og dökkar framtíðarhorfur um hagvöxt hefur leitt til verri horfa hjá ítölsku bönkunum" segir í yfirlýsingu S&P. 18.10.2011 19:01 Sjá næstu 50 fréttir
Samið um hönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar Fyrr í dag samdi Landsvirkjun við verkfræðistofurnar Verkís hf. og Mannvit hf. um útboðs- og lokahönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar á Norðausturlandi. Heildarfjárhæð samninga er 2,9 milljarðar króna. 20.10.2011 15:16
Upp úr sauð á milli mótmælenda í Aþenu Slegið hefur í brýnu á milli óeirðaseggja og annarra mótmælenda í Aþenu höfuðborg Grikklands í dag. Þúsundir komu saman fyrir utan þinghúsið í borginni til þess að lýsa vanþóknun sinni á nýjum niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Grjótkasti og bensínsprengjum var beitt í bardaga sem braust út á milli grímuklæddra ungmenna og liðsmanna verkalýðsfélaga sem njóta stuðnings kommúnista á Grikklandi. 20.10.2011 15:14
Bauðst að fjármagna kaupin á Iceland með láni Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. 20.10.2011 12:00
Styrkir stoðir rekstursins enn frekar “Þetta er rennir styrkari stoðum undir reksturinn," segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Betware, en það hefur gengið frá samningi við Cirsa Gaming Corporation á Spáni, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í morgun. 20.10.2011 11:45
Útflutningsfyrirtæki ætla að auka umsvif sín erlendis Sóknarhugur er í fyrirtækjum sem starfa í útflutningsgreinum eða eru með starfsemi erlendis. Ríflega helmingur þeirra (56%) hyggst auka útflutning eða erlenda starfsemi á næstu 2-3 árum, tæpur þriðjungur (29%) telur það óvíst en 15% fyrirtækjanna hyggjast ekki gera það. 20.10.2011 10:08
Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar. Skrifað var undir fjármögnunarsamning milli Landsbankans og rekstrarfélags skemmtigarðsins þann 14. október síðastliðinn. 20.10.2011 10:02
Enginn rannsóknaraðili kvaddur til vitnis Enginn þeirra sem rannsakað hefur meint skattalagabrot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í skattahluta Baugsmálsins svokallaða var kallaður sem vitni fyrir dóminn. Þetta sagði Gestur Jónsson lögmaður hans þegar hann krafðist sýknudóms í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það væri engu að síður venja að menn sem kæmu að rannsókn mála væru kallaðir til vitnis. 20.10.2011 09:55
Aflaverðmætið eykst um 3,8 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 83,6 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 79,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða króna eða 4,8% á milli ára. 20.10.2011 09:14
Fyrstu tilboðin í Iceland 1,3 til 1,5 milljarðar punda Fyrstu tilboðin í Iceland Foods verslunarkeðjuna hljóða upp á 1,3 til 1,5 milljarða punda eða allt að 273 milljarða króna. 20.10.2011 09:06
Danska stjórnin hættir við að einkavæða Dong Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við áformin um að einkavæða Dong hið opinbera olíu- og gasfélag landsins. 20.10.2011 08:05
Reykjanesbær skuldar fjórfaldar tekjur sínar Skuldir Reykjanesbæjar nema liðlega tveimur milljónum króna á hvert mannsbarn í sveitarfélaginu, sem þýðir að bærinn skuldar fjórfaldar tekjur sínar, að því er Viðskiptablaðið hefur reiknað út. 20.10.2011 07:27
Ísland á uppleið í mælingum Alþjóðabankans Ísland hækkar um fjögur sæti á lista Alþjóðabankans yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stunda viðskipti og fyrirtækjarekstur. Ísland var í 13. sæti listans í fyrra en er komið í 9. sætið í ár. 20.10.2011 07:23
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífsvals ehf. verði settar á nauðungaruppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 20.10.2011 06:00
Vinnslumet sett á Vopnafirði Starfsfólk uppsjávarfrystihúss HB Granda á Vopnafirði frysti yfir tuttugu þúsund tonn af síld og makríl á vertíðinni sem lauk um síðustu helgi. Um vinnslumet er að ræða enda er þetta tæplega 27 prósenta aukning frá vertíðinni í fyrra, enda þótt afli skipa félagsins í tegundunum hafi dregist saman um tæplega fimmtán prósent milli ára. Þetta kemur fram í samantekt uppsjávarsviðs HB Granda sem sagt er frá á heimasíðu félagsins. 20.10.2011 05:00
Icelandair sker sig úr meðal flugfélaga Hlutabréfaverð Icelandair Group, móðurfélags Icelandair og fleiri fyrirtækja, hefur hækkað um 81,3 prósent það sem af er ári. Á sama tímabili hefur hlutabréfaverð helstu flugfélaga Evrópu lækkað verulega. Þetta kemur fram í samantekt norska dagblaðsins Dagens Næringsliv um flugrekstur í Evrópu. 20.10.2011 04:00
Betware landar stórum samningi Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur skrifað undir stóran samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir internet- og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum. 20.10.2011 03:15
Hlutabréf lækkuðu í BNA Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag. Nasdaq lækkaði um 2,01% og S&P 500 um 1,26%. Helstu vísitölur í Evrópu hækkuðu hins vegar lítillega. FTSE vísitalan í Bretlandi hækkaði um 0,74% og Dax hækkaði um 0,61% 19.10.2011 20:45
Nova býður upp á sérstakan netsíma Símafyrirtækið Nova er farið að bjóða upp á sérstakan netsíma sem virkar svipað og fólk þekkir hjá Skype. Með símanum geta notendur hringt úr tölvu í aðra tölvu og úr tölvu í heimasíma eða farsíma á Íslandi og í útlöndum. 19.10.2011 18:51
Kannast ekki við að hafa verið hótað handtöku Stefán Hilmarsson, fyrrverandi endurskoðandi Baugs og núverandi fjármálastjóri 365, segir að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson kannist við það að þeim hafi verið hótað handtöku ef þeir mættu ekki til skýrslutöku hjá lögreglu. 19.10.2011 17:29
Apple hagnaðist um 3.000 milljarða Hagnaður Apple fyrir rekstrarárið sem lauk 24. september sl. nam 25,9 milljörðum dollara, eða sem nemur tæplega 3.000 milljörðum króna. 19.10.2011 15:35
Áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Greiningardeild Íslandsbanka spáir áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 7,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og að raungildi hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 1,6 prósent á tímabilinu. Í september voru verðir 453 kaupsamningar með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 347 á sama tímili í fyrra. Aukningin er 31 prósent. 19.10.2011 13:15
ESA samþykkir kaup Íslandsbanka á Byr Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur heimilað fyrir sitt leyti kaup Íslandsbanka á Byr. Tilkynning þess efnis hefur verið birt á vefsíðu ESA. 19.10.2011 12:02
Ekki hægt að skýla sér á bakvið sérfræðinga Sakborningar geta keypt sér sérfræðiaðstoð, en þeir bera sjálfir ábyrgð á því að skattskil séu með réttum hætti. Þetta sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari i málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í skattahluta Baugsmálsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs, auk fjárfestingafélaginu Gaumi. 19.10.2011 11:38
Vilja að fólk geti „skilað húsnæðinu“ Ein af tillögum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, sem kynntar hafa verið í sérstöku riti sem aðgengilegt er á vef flokksins, er sú að fólk sem ekki ræður við afborganir á húsnæðisláni sínu geti skilað húsnæðinu til lánastofnunar sinnar og setið eftir með hreint borð. 19.10.2011 11:32
Lánshæfiseinkunn Spánar lækkuð Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkaði í morgun lánshæfiseinkunn Spánar. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir að mesta áhyggjumálið sé mikið atvinnuleysi og hratt lækkandi húsnæðisverð, sem komi sér einkar illa fyrir veikburða fjármálakerfi landsins. 19.10.2011 10:42
Jóni Ásgeiri og Stefáni var hótað handtöku við rannsókn málsins Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Stefáni Hilmarssyni, fyrrverandi endurskoðanda fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs, var hótað handtöku þegar skattahluti Baugsmálsins var á rannsóknarstigi, ef þeir mættu ekki til yfirheyrslu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara þegar málflutningur í skattahluta Baugsmálsins hófst í morgun. 19.10.2011 09:58
Skortur á ófaglærðu starfsfólki háir fyrirtækjum Fimmta hvert (18%) aðildarfyrirtækja SA telja skort á ófaglærðu starfsfólki vera eitt af helstu vandamálum fyrirtækisins við núverandi aðstæður. Skortur á starfsfólki með starfs- og framhaldsmenntun er eitt af helstu vandamálum 13% fyrirtækja og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum nefna skort á háskólamenntuðu fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun SA um vinnumarkaðinn og efnahagshorfur. 19.10.2011 09:37
Starfandi fólki fjölgaði um 1.600 milli ára Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi í ár var 171.800 manns og fjölgar um 1.600 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 182.500 manns sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. 19.10.2011 09:17
Atvinnulausum fækkaði um 1.000 milli ára Á þriðja ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 10.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 5,6% hjá körlum og 6,2% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 1.000 manns. 19.10.2011 09:07
„Veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta“ "Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu,“ segir Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia háskólann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. 19.10.2011 08:50
Spá því að verðbólgan lækki í 5,4% Greining Íslandsbanka spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,7% og í 5,4% í október. Gangi spáin eftir yrði það í fyrsta sinn sem verðbólgan á landinu lækkar milli mánaða frá því í janúar á þessu ári. 19.10.2011 08:06
Skuldatryggingaálag Íslands fer aftur lækkandi Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. 19.10.2011 07:56
Olíuborpallur boðinn almenningi til sölu Norska olíufélagið Statoil hefur boðið almenningi til sölu einn af olíuborpöllum sínum. Borpallurinn er staðsettur á Huldra olíusvæðinu í Norðursjónum vestur af Bergen. 19.10.2011 07:52
Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 326,1 stig í september 2011 og hækkar um 1,3% frá fyrri mánuði. 19.10.2011 07:22
Nikita veldi í örum vexti Nikita hefur hannað og látið framleiða eigin snjóbrettalínu sem kemur á markað í Evrópu, Asíu og Ameríku með haustinu 2012. Mikilvægum áfanga náð segir Aðalheiður Birgisdóttir einn eigenda og stofnenda fyrirtækisins. 19.10.2011 05:00
Nýjasta útgáfa Android kynnt í dag Nýjasta útgáfa Android stýrikerfisins verður kynnt í dag. Google, sem framleiðir Android, vonast til að stemma stigum við velgengni Apple á snjallsíma markaðinum. 18.10.2011 23:25
Björgunarsjóður ESB stækkaður Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um að björgunarsjóður fyrir evrusvæðið verði stækkaður upp í tvær trilljónir evra til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu. Málið verður rætt á fundi leiðtoga Evrópuríkja um næstu helgi, eftir því sem fullyrt er á fréttavef Guardian. 18.10.2011 22:05
Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur i Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag. Dow Jones hækkaði um 1,58%, Nasdaq um 1,63% og S&P 500 um 2,04%. 18.10.2011 21:05
Hæsta tilboð í Perluna tilkynnt á komandi dögum Orkuveitan telur ekki tímabært að gefa upp hvert besta tilboðið í Perluna er. Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Vísi. Eins og greint frá fyrr í kvöld þá höfðu sex tilboð í Perluna borist þegar að tilboðsfrestur rann út síðdegis í dag. 18.10.2011 20:16
Sex kauptilboð bárust í Perluna Sex kauptilboð bárust í Perluna en frestur til að skila tilboðunum rann út í dag og voru þau opnuð síðdegis. Í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem á Perluna, segir að tilboðin séu nokkuð ólík að gerð og uppbyggingu og farið verður yfir þau og þau metin á næstu dögum, m.t.t. hugsanlegra fyrirvara eða skilmála sem í þeim kunna að vera. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka á Öskuhlíð sem ekki verða seldir og munu áfram þjóna hitaveitunni í Reykjavík. 18.10.2011 19:07
Lækka lánshæfismat hjá 24 ítölskum bönkum Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat 24 banka og fjármálastofnana. „Markaðsaðstæður á evrusvæðinu, sérstaklega á Ítalíu og dökkar framtíðarhorfur um hagvöxt hefur leitt til verri horfa hjá ítölsku bönkunum" segir í yfirlýsingu S&P. 18.10.2011 19:01