Viðskipti innlent

Ekki hægt að skýla sér á bakvið sérfræðinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.
Sakborningar geta keypt sér sérfræðiaðstoð, en þeir bera sjálfir ábyrgð á því að skattskil séu með réttum hætti. Þetta sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari i málflutningi sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer fram aðalmeðferð í skattahluta Baugsmálsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs, auk fjárfestingafélaginu Gaumi.

Helgi Magnús sagði að víða virtust sakborningar verja sig með því að segja að sérfræðingar hefðu séð um skil á skattframtali. Dæmi um þetta kom fram í vitnaleiðslum í gær en þá sögðust vitnin Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir, sem voru endurskoðendur fyrir Baug og Gaum, séð um að gera skattaskýrslur fyrir Jón Ásgeir og Tryggva um árabil. Stefán og Anna sögðu meðal annars að það hefði verið þeirra skilningur að Jóni og Tryggva hefði ekki boriið að gefa líftryggingariðgjöld, sem Baugur greiddi fyrir þá, upp til skatts.

„Það er ekki hægt að nálgast hlutina þannig að menn séu algerlega úti að aka með eigin mál," sagði Helgi Magnús Gunnarsson. Það yrði að ganga út frá því að sakborningar væru ábyrgir fyrir eigin skattskilum. Ef menn sem nytu sérfræðiaðstoðar við skattskil gætu varpað ábyrgð yfir á sérfæðinga væru þeir í raun í betri aðstoðu en þeir sem sæju sjálfir um að standa skil á eigin skattframtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×