Atvinnulíf

Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Sumarið getur verið líklegri tími en annar til að upplifa erfiða þynnkudaga í vinnunni. Að þamba kaffi eða sofna í pásum er þó ekki málið.
Sumarið getur verið líklegri tími en annar til að upplifa erfiða þynnkudaga í vinnunni. Að þamba kaffi eða sofna í pásum er þó ekki málið. Vísir/Getty

Að öllu jöfnu tökum við ekki út slæma þynnkudaga í vinnunni. Sumarið er þó líklegri tími til að svo geti verið. Til dæmis ef góður vinahópur hittist á fimmtudegi og það hreinlega var of gaman of lengi…

Besta ráðið gegn þessu er einfaldlega: Ekki drekka of mikið áfengi kvöldið fyrir vinnudag!

En hér eru nokkur góð ef sú staða kemur upp að þú ert að drepast úr þynnku í vinnunni.

1. Sturta og fatnaður

Það fyrsta sem þú þarft að gera þegar þú vaknar er að fara í sturtu. Þótt það kosti mögulega að þú haldir að þú verðir nokkrum mínútum of sein/n til vinnu. Ekki aðeins hressir þú þig vel við heldur eru meiri líkur á að áfengisilmurinn fylgi þér ekki til vinnu.

Veldu þér líka þægileg föt fyrir þennan dag, þó ekki þannig að þau séu allt öðruvísi en fötin sem þú klæðist almennt í vinnunni. Oft leyfum við okkur þó frjálsari fatadaga á föstudögum yfir sumarið. Þar sem ólíklegasta fólk mætir jafnvel í gallabuxum og strigaskóm.

Og ef þú telur líklegt að þú svitnir gríptu þá með þér auka bol eða peysu til að geta skipt um yfir daginn.

2. Kaffið er freistandi en...

Við eigum alltaf að drekka nóg að vatni en á þessum erfiðu þynnkudögum er mælt með því að sleppa kaffinu en velja þess í stað drykki eins og Gatorade eða gos. 

Sumir vilja meina að Sprite virki sérstaklega vel á þynnkuna og hér er þá verið að vísa í könnun sem gerð var á 57 mismunandi gostegundum þar sem spurt var hvaða gos fólki fannst virka best gegn þynnkunni.

3. Hvers vegna banani frekar en skyndibiti?

Ókei, við þekkjum öll þessa löngun í skyndibitann daginn eftir. Hamborgari, franskar, kók og kokkteilsósa kannski í hádeginu?

Gæti hljómað freistandi en hið rétta er að skyndibita er ekki að hjálpa þér á þynnkudögum því skyndibitinn er sagður hafa þveröfug áhrif.

Ef þú ert að drepast úr þynnku í vinnunni og þarft að standa þína pligt, er skynsamlegra að horfa til hollustunnar.

Banani er sagður algjör snilld við þynnku og mælt með því að borða einn áður en þú mætir til vinnu og taka líka með í vinnuna banana, hnetur eða eitthvað annað hollustusnarl.

4. Hausverkurinn

Mundu að dagurinn í dag á að snúast um vinnuna og verkefnin þín þar, en ekki það hvort þú sért að drepast úr orkuleysi og þynnku.

Hér er því mælt með því að taka verkjatöflu til að hressa sig við og losna við höfuðverkinn. Því eitthvað þurfum við jú að geta afkastað í vinnunni.

5. Stuttar og frískandi pásur 

Í stað þess að horfa á klukkuna allan daginn og bíða eftir því að komast heim, er gott að reyna að fókusera á vinnutengdu verkefnin en taka sér pásur reglulega og helst þá þannig að þú farir út úr húsi og fáir smá súrefni.

Því það að komast undir bert loft og draga að sér andann í nokkur góð skipti getur gert kraftaverk.

Þannig að á þynnkudeginum er mælt með því að hressa sig við með stuttum og frískandi pásum (en ekki að setjast niður í næði og reyna að dorma eða sofna!).

Satt best að segja er sagt að súrefni sé meira hressandi en verkjatafla þegar það kemur að þynnku, þannig að ekki vanmeta það að fara aðeins út og fá þér frískt loft.

6. Ef það er ekkert gagn af þér…

Nú ef staðan er þannig að þú veist að það verður ekkert gagn af þér í vinnunni er best að koma heiðarlega fram. Annað hvort með því að hafa samband strax að morgni og biðja um frí eða að ræða við yfirmanninn og biðja um að fá að fara fyrr.

Enda skapar það aukaálag á vinnufélaga þína ef þú hangir bara í vinnunni og gerir ekkert annað en að reyna að lifa af daginn. 

Já, þá er nú betra að koma heiðarlega fram og biðja um frí.


Tengdar fréttir

„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“

Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar.

Góð ráð fyrir lata starfsmenn

Við eigum okkur öll okkar daga. Já, svona leti-daga. Mætum til vinnu og erum hálf löt allan daginn. Komum litlu í verk. Eigum erfitt með að einbeita okkur. Erum þreytt. Eða með hugann annars staðar. Sem betur fer, eru leti-dagarnir ekki viðvarandi. Daginn eftir mætum við til vinnu á ný, galvösk og brettum upp ermar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×