Viðskipti innlent

Starfandi fólki fjölgaði um 1.600 milli ára

Fjöldi starfandi á þriðja ársfjórðungi í ár var 171.800 manns og fjölgar um 1.600 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 182.500 manns sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að atvinnuþátttaka karla var 84,4% en kvenna 77,6%. 

Á þriðja ársfjórðungi í fyrra voru alls 181.900 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist þá 81,4%. Atvinnuþátttaka karla var þá 84,1% og kvenna 78,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×