Viðskipti innlent

Kannast ekki við að hafa verið hótað handtöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Hilmarsson segist ekki kannast við að sér, eða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, hafi verið hótað handtöku við rannsókn Baugsmálsins.
Stefán Hilmarsson segist ekki kannast við að sér, eða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, hafi verið hótað handtöku við rannsókn Baugsmálsins. mynd/ gva.
Stefán Hilmarsson, fyrrverandi endurskoðandi Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 sem á og rekur fréttavefinn Vísi, segir að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson kannist við það að þeim hafi verið hótað handtöku ef þeir mættu ekki til skýrslutöku hjá lögreglu.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hófst málflutningur í skattahluta Baugsmálsins í dag. Í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara kom fram að á árinu 2007, rétt eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var dæmdur vanhæfur til þess að fara með málið vegna ummæla sem hann hafði látið opinberlega falla, hafi Stefán Hilmarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson neitað að gefa skýrslu hjá lögreglu þangað til að þeim var hótað handtöku.

Þessari fullyrðingu hafnar Stefán Hilmarsson algerlega í samtali við Vísi. „Ég man það glöggt á sínum tíma þá lagði stjórn Baugs mikla áherslu á það að unnið yrði með skattyfirvöldum að rannsókn málsins," segir Stefán. Engar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að rannsóknin hefði sinn framgang.


Tengdar fréttir

Jóni Ásgeiri og Stefáni var hótað handtöku við rannsókn málsins

Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Stefáni Hilmarssyni, fyrrverandi endurskoðanda fjárfestingafélagsins Gaums og Baugs, var hótað handtöku þegar skattahluti Baugsmálsins var á rannsóknarstigi, ef þeir mættu ekki til yfirheyrslu. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara þegar málflutningur í skattahluta Baugsmálsins hófst í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×