Viðskipti innlent

Vilja að fólk geti „skilað húsnæðinu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ein af tillögum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, kynntar hafa verið í sérstöku riti sem aðgengilegt er að vef flokksins, er sú að fólk sem ekki ræður við afborganir á húsnæðisláni sínu geti skilað húsnæðinu til lánastofnunar sinnar og setið eftir með hreint borð.

Í riti flokksins, þar sem efnahagstillögurnar eru útlistaðar, kemur fram er haft eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, að nauðsynlegt sé að taka á skuldavandanum af festu. „Við viljum að fólki verði gert kleift að byrja upp á nýtt ef staðan er annars óviðráðanleg," segir Bjarni.

Í tillögunum er einblínt á að hagvaxtarskeið verði að hefjast á nýjan leik, með fjölgun starfa, aukinni fjárfestingu og fjölgun starfa. Enn fremur er áhersla lögð á að dregið verði úr umsvifum ríkisins enda sé skuldastaða þess alvarleg, eða sem nemur 111% af landsframleiðslu miðað við tölur frá því í júní sl.

Þá er lagt til að fólki verði gert kleift að skulda óverðtryggt fremur en verðtryggt, á góðum kjörum. Enn fremur verði 110% leiðin svokallaða útfærð með þeim hætti að miðað verði við fasteignamat þegar kemur að niðurfærslunni, en ekki markaðsverð.

Hægt er að skoða efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins í heild hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×