Viðskipti innlent

Reykjanesbær skuldar fjórfaldar tekjur sínar

Skuldir Reykjanesbæjar nema liðlega tveimur milljónum króna á hvert mannsbarn í sveitarfélaginu, sem þýðir að bærinn skuldar fjórfaldar tekjur sínar, að því er Viðskiptablaðið hefur reiknað út.

Til samanburðar nema skuldir á hvern Reykvíking liðlega fjögur hundruð þúsund krónum, eða fimm sinnum minna en í Reykjanesbæ.

Staða Fjarðabyggðar er næst verst þar sem skuldilrnar nema tæpum tveimur milljónum á íbúa og í Hafnarfirði, Kópavogi og Árborg losa skuldirnar milljón á mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×