Viðskipti innlent

Nova býður upp á sérstakan netsíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Liv Bergþórsdóttir er framkvæmdastjóri Nova.
Liv Bergþórsdóttir er framkvæmdastjóri Nova. mynd/ valli.
Símafyrirtækið Nova er farið að bjóða upp á sérstakan netsíma sem virkar svipað og fólk þekkir hjá Skype. Með símanum geta notendur hringt úr tölvu í aðra tölvu og úr tölvu í heimasíma eða farsíma á Íslandi og í útlöndum.

Símtöl, myndsímtöl og spjall milli nýja netsímans kostar ekkert. Ef hringt er í aðra síma þá kostar það minna en ef hringt væri úr hefðbundum heimasíma eða farsíma.

Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir í tilkynningu að með nýja netsímanum geti fólk notað tölvuna líkt og síma. „Símtöl fara í auknum mæli í gegnum netið og samhliða því er hægt að bjóða hagstæðara verð,“ segir Liv.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×