Viðskipti innlent

Samið um hönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar

Á myndinni eru frá vinstri: Einar Mathiesen, stjórnarformaður Þeistareykja ehf. Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís hf. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits hf.
Á myndinni eru frá vinstri: Einar Mathiesen, stjórnarformaður Þeistareykja ehf. Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís hf. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits hf.
Fyrr í dag samdi Landsvirkjun við verkfræðistofurnar Verkís hf. og Mannvit hf. um útboðs- og lokahönnun Bjarnarflagsvirkjunar og Þeistareykjavirkjunar á Norðausturlandi. Heildarfjárhæð samninga er 2,9 milljarðar króna.

Samningarnir taka til hönnunar og gerð útboðsgagna auk endanlegrar hönnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við allt að 90 MW virkjun í Bjarnarflagi og 90 MW virkjun á Þeistareykjum ásamt aðstoð við eftirlit með uppsetningu vél- og rafbúnaðar.

Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og voru tilboð opnuð þann 9. ágúst síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×