Viðskipti innlent

Landsbankinn fjármagnar skemmtigarð í Smáralind

Skrifað var undir lánasamning milli Landsbankans og Skemmtigarðsins í Smáralind fyrir framan Sleggjuna, stærsta leiktæki Skemmtigarðsins.  Á myndinni eru þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Guðjónsson f.h. Skemmtigarðsins og Kristján Guðmundsson og Gerald Häsler f.h. Landsbankans.
Skrifað var undir lánasamning milli Landsbankans og Skemmtigarðsins í Smáralind fyrir framan Sleggjuna, stærsta leiktæki Skemmtigarðsins. Á myndinni eru þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór Guðjónsson f.h. Skemmtigarðsins og Kristján Guðmundsson og Gerald Häsler f.h. Landsbankans.
Landsbankinn tekur þátt í að fjármagna nýjan skemmtigarð  sem verður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í næsta mánuði. Skemmtigarðurinn verður þar sem Vetrargarðurinn var áður, í austurenda Smáralindar. Skrifað var undir fjármögnunarsamning milli Landsbankans og rekstrarfélags skemmtigarðsins þann 14. október síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að framkvæmdir hófust í sumar og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 600 milljónir króna. Skemmtigarðurinn verður á tveimur hæðum á um 2000 fermetra svæði. Hann mun opna í nóvember og er gert ráð fyrir því að starfsmenn verði um 60.

Eyþór Guðjónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir munu sjá um rekstur Skemmtigarðsins en að fyrirtækinu standa fjórar fjölskyldur.

Garðurinn er hannaður af alþjóðlega hönnunarfyrirtækinu KCC sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir hönnun og uppbyggingu skemmtigarða innanhúss. Fyrirtækið hefur hannað fjölda skemmtigarða víða um heim t.a.m. í Dubai, Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum.

„Fyrirmynd okkar er skemmtigarður hannaður af KCC sem var kosinn besti innanhúss skemmtigarður heims á síðasta ári. Við vorum svo heppin að fá KCC til liðs við okkur en þeir þykja bestir á sínu sviði í heiminum í dag,”  segir Eyþór Guðjónsson framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins.

„Landsbankinn mun fjármagna þetta skemmtilega og metnaðarfulla verkefni og ég er sannfærður um að garðurinn, sem á eftir að skapa um 60 manns atvinnu, eigi eftir að gleðja marga og efla Smáralind í framtíðinni," segir Kristján Guðmundsson útibússtjóri Grafarholtsútibús Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×