Fleiri fréttir

Sigríður ráðin til Seðlabanka Íslands

Sigríður Benediktsdóttir hefur verið ráðin til Seðlabanka Íslands sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika. Frá þessu var greint á vef Seðlabankans í dag.

Völdu laxinn í staðinn fyrir gullið

Íbúar í litlu sveitarfélagi í suðurhluta Alaska ákváðu að hafna gull- og koparnámuvinnslu við stöðuvatn í sveitarfélaginu og það þótt sú vinnsla hafi átt að skapa 1.000 ný störf fyrir íbúana sem glíma við töluvert atvinnuleysi.

OR selur eignir fyrir 588,7 milljónir króna

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur að undanförnu selt sjö eignaeiningar fyrirtækisins fyrir samtals 588,7 milljónir króna, samkvæmt formlegu svari OR við fyrirspurn fréttastofu. Tilboðsfrestur í einu eignina sem enn er í söluferli, Perluna, rennur út í dag. Ákveðið var að fara út í söluna á eignunum vegna aðhalds í rekstri.

Virðingarleysi "fyrir lögum og reglum“

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að íslensk stjórnsýsla hafi verið vanbúin til þess að takast á þá atburði sem skóku landið haustið 2008. Alltof lítil festa hafi einkennt samskipti innan stjórnsýslunnar sem og "virðingarleysi fyrir lögum og reglum“. Þetta kemur fram í grein sem Oddný skrifar í tilefni af því að um þrjú ár eru nú liðin frá falli bankanna.

Fyrsta dómsmálið gegn FME fyrir héraðsdómi í dag

Í dag verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrsta dómsmálið gegn Fjármálaeftirlitinu (FME) eftir hrunið haustið 2008. Það er Ingólfur Guðmundsson sem höfðaði málið gegn Fjármálaeftirlitinu en hann krefst þess að sú stjórnarathöfn eftirlitsins að lýsa hann óhæfan til að starfa sem framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga verði dæmd ógild.

Efnahagskerfi Kína aðeins að kólna

Rauðglóandi efnahagskerfi Kína er aðeins farið að kólna. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi reyndist vera 9,1% en hann mældist 9,5% á öðrum ársfjórðungi ársins og 9,7% á þeim fyrsta.

Moody´s varar Frakkland við lækkun lánshæfiseinkunnar

Matsfyrirtækið Moody's hefur varað frönsk stjórnvöld við því að lánshæfiseinkunn franska ríkisins gæti verið í hættu. Moody´s er að íhuga að setja einkunnina á neikvæðar horfur en Frakkland heldur enn toppeinkunn, það er AAA, hjá matsfyrirtækinu.

Gríðarlegur fjöldi starfa tapast

Stjórnendur raftækjaframleiðandans Philips ætla að leggja niður 4500 stöðugildi á næstunni. Þetta var tilkynnt um leið og sagt var frá gríðarlegu tekjutapi félagsins á þriðja fjórðungi ársins. Ástæða tapsins er fyrst og fremst minni sala. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi var 74 milljónir evra samanborið við 524 milljónir á sama tímabili í fyrra. Á síðustu sjö mánuðum hefur Phillips tvisvar gefið út afkomuviðvaranir. Hlutabréf í Phillips hafa fallið um 40% á síðasta ári vegna verri afkomu.

Alcoa gæti átt 300 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun

Alcoa gæti átt um 600 milljóna endurkröfu á Landsvirkjun og Landsnet, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Um er að ræða kostnað vegna undirbúnings að uppbyggingu álvers á Bakka. Alcoa tilkynnti í dag að hætt hefði verið við byggingu álversins vegna mikill rafmagnskostnaðar.

Ný þekking úr Norðursjó gæti beint sjónum að Drekasvæðinu

Aukinn áhugi á olíuleit undir hraunlögum í vestanverðum Norðursjó kann að beina áhuga olíufélaga að Jan Mayen og íslenska Drekasvæðinu. Þetta er mat eins helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, sem hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra.

Samruni Byrs og Íslandsbanka samþykktur

Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Byrs og Íslandsbanka. Skriflegt álit þess á málinu var sent til hlutaðeigendi aðila síðdegis í dag.

Vandi Evrópu hefur áhrif í Kína

Þó hagvöxtur í Kína sé enn mikill eru ýmis merki um að hann sé að minnka, einkum vegna minnkandi eftirspurnar frá Evrópu. Þetta segir sérfræðingurinn Alistair Thornton, starfsmaður IHS Global, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í kvöld.

Samsung og Apple etja kappi

Samsung tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði selt 30 milljón eintök af snjallsímum sínum, Galaxy S og Galaxy S II.

Kanslarinn skelfdi fjárfesta

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu féllu í dag eftir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti til hóflegrar bjartsýni í ræðu í dag. Hlutabréfamarkaðir voru nokkuð háir í morgun eftir fögur fyrirheit sem voru gefin á laugardag. Þá var því heitið að leiðtogar Evrópuríkjanna myndu kynna aðgerðir á næsta sunnudag sem gætu haft mikil áhrif.

Landsbankinn má ekki eiga í Verdis

Samkeppniseftilitið hefur ákveðið að banna kaup Landsbankans á eignarhlut í Verdis, sem áður hét Arion verðbréfavarsla. Verdis er fyrirtæki sem er alfarið í eigu eigu Arion banka og starfar fyrirtækið á markaðnum fyrir verðbréfaumsýslu. Verdis annast því vörslu og uppgjör verðbréfa auk annarrar bakvinnslu fyrir Arion banka og fleiri fjármálafyrirtæki.

Alcoa hættir við Bakka

Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi í dag að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Í tilkynningu frá Alcoa segir að niðurstaðan sé tikin í kjölfar sex ára undirbúningsvinnu við verkefnið, og sagt að af hálfu Alcoa hafi legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar.

Óhjákvæmileg áhrif hér á landi

Aðlögun hagkerfisins að breyttum veruleika verður aldrei sársaukalaus en til lengri tíma er hún nauðsynleg. Fólk sem missir vinnuna, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum, mun með tímanum vonandi fá næg verkefni til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið.

Búa sig undir meiri afskriftir á skuldum Grikklands

Óvíst er að áætlun sem takmarkar tjón af efnahagsvanda Grikklands verði samþykkt af leiðtogum Evrópuríkja. Stjórnendur banka sem eiga grísk skuldabréf er þegar farnir að búa sig undir að tjónið verði meira en þjóðarleiðtogar hafa gefið í skyn. Þetta segir Stephen Evans, viðskiptablaðamaður breska ríkisútvarpsins BBC, í pistli á vefsíðu BBC í dag.

Sigurjón Pálsson nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka

Sigurjón Pálsson er nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka. Sigurjón tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs bankans. Undir rekstrarsvið falla starfsmannasvið, upplýsinga- og tæknisvið, viðskiptaumsjón og eignaumsýsla. Á sviðinu starfa um 250 starfsmenn.

Faxaflóahafnir skila 200 milljóna afgangi á næsta ári

Tekjur Faxaflóahafna sf. fyrir næsta ár eru áætlaðar verða alls tæpir 2,5 milljarðar kr. en rekstrargjöld tæpir 2,2 milljarðar kr. Rekstrarafgangur er áætlaður 205,0 milljónir kr. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun hafnanna fyrir næsta ár sem send hefur verið borgarstjórn Reykjavíkur til umfjöllunar.

ISS selt til bresks félags fyrir 950 milljarða

Búið er að selja danska hreingerningarisann ISS fyrir 44,3 milljarða danskra kr. eða sem svarar til rúmlega 950 milljarða kr. Kaupandinn er breska öryggisfyrirtækið G4S.

Horfði á hrunið með nýfæddan soninn í fanginu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir "allt vera breytt“ eftir hrunið og mikið verk vera fyrir höndum að endurreisa "gömul gildi“ til vegs og virðingar. Þetta kemur fram í grein eftir Ragnheiði Elínu í tilefni af því að rúm þrjú ár eru nú liðin frá hruni bankakerfisins.

Aðeins dregur úr veltu á fasteignamarkaðinum

Aðeins dró úr veltunni á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Samtals var þinglýst 93 samningum í vikunni en að meðaltali hefur 100 samningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði.

Hraðari og betri en forverarnir

Margir bjuggust við að fá að sjá þunnan og léttan iPhone með stærri skjá þegar Apple kynnti nýjustu uppfærsluna á þessum vinsæla snjallsíma. iPhone 4S, sem þá var kynntur, hefur þó fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað á föstudag.

Margir spenntir fyrir Perlunni

Reiknað er með að nokkur tilboð berist í Perluna áður en tilboðsfrestur rennur út klukkan sex á morgun.

Sagði upp þjónustusamningi við Tal vegna skulda

Vodafone hefur sagt upp þjónustusamningi milli fyrirtækisins og Tals þar sem Tal skuldar Vodafone á þriðja hundrað milljónir króna. Í stefndi að rekstur Tals kæmist í uppnám vegna þessa en fyrirtækið hefur nú náð samkomulagi við Símann um fjarskiptaþjónustu.

Gagnaver Verne Global komið til landsins

Gagnaver Verne Global kom með flutningaskipi til landsins í gær samkvæmt fréttavef Víkurfrétta. Skipið lagði að höfn í Helguvík en það er fyrirtækið Colt í Bretlandi sem sett hefur saman 500 fermetra gagnaver úr 37 einingum sem komið verður fyrir í húsum Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Margir vilja Iceland foods - Walker bíður átekta

Malcom Walker, forstjóri og stofnandi, Iceland foods verslanakeðjunnar í Bretlandi, mun ekki bjóða í hlutafé félagsins í fyrstu umferð söluferlisins sem slitastjórn gamla Landsbankans og Glitnis ætla að hefja á næstunni samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Telegraph.

Funda um efnahagsvandann í París

Fjármálaráðherrar á evrusvæðinu munu funda í París um helgina til að ræða lausn á fjármálakrísunni á svæðinu.

Tæpur 61 milljarður niðurfærður af Landsbankanum

Landsbankinn hefur þegar fært niður skuldir einstaklinga um 61 milljarð króna en þegar samið var um kaup Landsbankans á lánasafni einstaklinga hjá gamla bankanum nam niðurfærsla kaupverðsins 46 milljörðum. Bankinn hefur því þegar fært niður meira en nam afslætti við kaupin á lánasafninu og þar munar 15 milljörðum.

Segja að lán heimila hafi verið lækkuð um 164 milljarða frá hruni

Lán heimila höfðu í lok ágúst 2011 verið færð niður um 163,6 milljarða króna frá bankahruni. Í ágúst nam niðurfærsla húsnæðislána rétt tæpum 22 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja sem hafa aflað upplýsinga meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum.

Actavis gefur lyf til Líbíu

Actavis Group hefur ákveðið að gefa lyf til Líbíu að andvirði tveggja milljóna evra, rúmlega 300 milljóna íslenskra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að gjöfin hafi verið afhent fulltrúa líbíska þjóðarráðsins á Möltu í dag. Samtals fylla lyfin um 170 vörubretti og eru af ýmsum toga. Má þar nefna, hjartalyf, sýklalyf, verkjalyf og meltingafæralyf.

BlackBerry þjónustan komin í samt lag

Búið er að lagfæra kerfisbilun sem varð í símtækjum BlackBerry. Þetta sagði stofnandi BlackBerry, Mike Lazaridis, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi nú rannsaka hvað olli biluninni.

McDonald´s í Danmörku blekkir viðskiptavini sína

Hamborgarakeðjan McDonald´s í Danmörku blekkir viðskiptavini sína með því að selja þeim hamborgara og franskar sem eru töluvert léttari í vikt en lofað er í auglýsingum keðjunnar.

Áfram dregur úr langtímaatvinnuleysi

Áfram fækkar þeim sem glíma við langtímaatvinnuleysi á landinu. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 6.842 og fækkar um 686 frá lokum ágúst.

Sjá næstu 50 fréttir