Viðskipti innlent

Hæsta tilboð í Perluna tilkynnt á komandi dögum

Alls bárust sex tilboð í Perluna.
Alls bárust sex tilboð í Perluna. mynd/VILHELM
Orkuveitan telur ekki tímabært að gefa upp hvert besta tilboðið í Perluna er. Þetta segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, í samtali við Vísi. Eins og greint var frá fyrr í kvöld þá höfðu sex tilboð í Perluna borist þegar að tilboðsfrestur rann út síðdegis í dag.

Eiríkur sagði að tilboðin sex væru afar ólík og byggðar á ólíkum forsendum. Því treysti hann sér ekki til að gefa upp hvert hæsta tilboðið væri. Hann sagði að tilkynnt yrði um besta tilboðið í vikulok eða snemma í næstu viku.


Tengdar fréttir

OR selur eignir fyrir 588,7 milljónir króna

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur að undanförnu selt sjö eignaeiningar fyrirtækisins fyrir samtals 588,7 milljónir króna, samkvæmt formlegu svari OR við fyrirspurn fréttastofu. Tilboðsfrestur í einu eignina sem enn er í söluferli, Perluna, rennur út í dag. Ákveðið var að fara út í söluna á eignunum vegna aðhalds í rekstri.

Sex kauptilboð bárust í Perluna

Sex kauptilboð bárust í Perluna en frestur til að skila tilboðunum rann út í dag og voru þau opnuð síðdegis. Í tilkynningu frá Orkuveitunni, sem á Perluna, segir að tilboðin séu nokkuð ólík að gerð og uppbyggingu og farið verður yfir þau og þau metin á næstu dögum, m.t.t. hugsanlegra fyrirvara eða skilmála sem í þeim kunna að vera. Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka á Öskuhlíð sem ekki verða seldir og munu áfram þjóna hitaveitunni í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×