Fleiri fréttir

Lokka til sín kúnna frá Landsbankanum

Mikill fjöldi Suðurnesjamanna flutti sparifé sitt og bankaviðskipti yfir til Byrs sparisjóðs frá Landsbankanum í gær en ráðning fjögurra þekktra þjónustufulltrúa hjá Sparisjóðnum í Keflavík virðist hafa haft mikið að segja.

Héraðsdómur segir álit EFTA dómstólsins óþarft

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins á banni í íslenskum vaxtalögum við því að binda skuldbindingar í íslenskri krónu við gengi erlendra gjaldmiðla.

Hagnaður Skipta 5 milljarðar

Hagnaður Skipta hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 5,1 milljarði króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá Skiptum sem send hefur verið til Kauphallar. Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, segir árið 2010 hafa farið ágætlega af stað og fyrstu mánuði ársins hafi ekki orðið vart við mikinn samdrátt hjá dótturfélögum Skipta á Íslandi. „Það breyttist þegar líða tók á vorið og eftirspurnin minnkaði sem setur svip sinn á afkomu Skipta. Hins vegar hefur félagið unnið markvisst að lækkun kostnaðar undanfarin ár sem dregur úr áhrifum tekjulækkunar á afkomuna. Skipti hafa selt stærstan hluta af starfsemi sinni utan Íslands með umtalsverðum söluhagnaði. Verkefnið framundan er að halda áfram að einbeita sér að kjarnastarfsemi félagsins á Íslandi," segir hún. Aðalfundur félagsins var haldinn í morgun. Í stjórn Skipta voru kjörin þau Skúli Valberg Ólafsson, Pétur J. Eiríksson, Þorvarður Sveinsson, Örn Guðmundsson og Jóhanna Waagfjörð. Á fundi stjórnar sem haldinn var að loknum aðalfundi var Skúli Valberg kjörinn formaður og Pétur varaformaður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 5,1 milljarði króna samanborið við 8,7 milljarða árið áður. Lækkun EBITDA skýrist meðal annars af því að Skipti seldu Sirius IT auk þess sem varúðarfærsla vegna gerðardóms og sektir höfðu áhrif á afkomu ársins. EBITDA hlutfallið var 15% en var 20% sé ekki tekið tillit til einskiptiskostnaðar. Bókfært tap Skipta á árinu nam 2,5 milljörðum króna sem skýrist einkum af virðisrýrnun óefnislegra eigna, sem nam 4,9 milljörðum króna. Tap félagsins nam 10,2 milljörðum króna árið áður. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 6,0 milljörðum króna, samanborið við 9,1 milljarð árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,5 milljörðum króna. Fjármagnstekjur voru 1,4 milljarðar króna en þar af nam söluhagnaður 5,2 milljörðum króna. Vaxtaberandi skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir) námu 44,3 milljörðum um áramót en voru 54,4 milljarðar árið áður. Lækkunin skýrist einkum af sölu eigna. Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 21 % og eigið fé er 22,3 milljarðar króna.

Greiðslur til kröfuhafa hefjast í lok árs

Greiðslur til kröfuhafa Glitnis geta væntanlega hafist í desember á þessu ári. Verðmæti eignasafnsins nam 814 milljörðum um síðustu áramót en samtals nema kröfur í búið 3600 milljörðum. Verðmætið er þó háð mikillri óvissu.

Nýtt hótel á Akureyri - fjármögnun tryggð

Í dag var skrifað undir langtímafjármögnunarsamning vegna byggingar og rekstrar nýs hótels á Akureyri. Lánveitandi er Landsbankinn. Eigandi byggingarinnar er Eignasamsteypan, en hótelið verður rekið af Icelandair Hotels. Heildarfjárfesting í þessu verkefni er 900 milljónir króna. Icelandairhótel Akureyri er frábærlega staðsett, í gamla Iðnskólanum og síðar Háskólanum á Akureyri, á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis. Hótelið mun bjóða uppá alls 101 herbergi, 63 herbergi verða tilbúin þann 1. júní n.k, og önnur 38 þann 1. júní 2012. Auk þeirra herbergja sem tilbúin verða á komandi vori verður jafnframt tekin í notkun veitingasalur og bar, en einnig eru áform um byggingu á fallegum hótelgarði í nánustu framtíð. Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjabanka Landsbankans, segir; ,,Ferðaþjónustan er allt í senn, gríðarlega mikilvæg, ört vaxandi og mjög spennandi starfsgrein og það er fagnaðarefni fyrir bankann að styðja metnaðarfulla uppbyggingu á þessu sviði. Þetta verkefni fellur mjög vel að því markmiði Landsbankans að hann sé hreyfiafl í samfélaginu og ýti undir fjárfestingu í arðvænlegum rekstri.“ „Við höfum lengi haft augastað á Akureyri sem vænlegri staðsetningu fyrir nýtt hótel í okkar keðju, en jafnframt viljað vanda valið á byggingu og samstarfsaðilum“, segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandairhótela. „Icelandairhótel Akureyri er því kærkomin viðbót í okkar rekstur, og við hlökkum til að leggja okkar að mörkum við að byggja enn frekar upp það góða starf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu Akureyrarbæjar fram til þessa“, segir Magnea að lokum.

Héraðsdómur hafnaði 227 milljón króna kröfu Reykjanesbæjar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Reykjanesbæjar um að fá 227 milljónir króna endurgreiddar sem töpuðust hjá Landsvaka í bankahruninu. Það var Landsbankinn, sem er hinn stefndi í málinu, sem sá um eignastýringu fyrir Reykjanesbæ en alls sá bankinn um að ráðstafa 600 milljónum króna fyrir bæjarfélagið.

Banna Taco Bell auglýsingu

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga veitingahúsakeðjunnar Taco Bell með yfirskriftinni „Burt með brauðið". Í tilkynningu frá stofnuninni segir að borist hafi kvörtun frá Íslensk-ameríska vegna auglýsinganna þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart keppinautum Taco Bell og annarra sem hafi hagsmuni af sölu eða framleiðslu brauðs. „Þá væru þær villandi gagnvart neytendum þar sem brauðmagn í réttum Taco Bell hafi ekki breyst," segir ennfremur. Neytendastofa féllst á sjónarmiðin og segir að ayglýsingin sé ósanngjörn gagnvart neytendum og keppinautum Taco Bell.

ASÍ spáir 5,2 % atvinnuleysi í lok árs 2013

Allt bendir til þess að viðsnúningur sé að verða í íslensku efnahagslífi og hægur bati sé framundan næstu árin, samkvæmt hagspá ASÍ fyrir árin 2011 til 2013.

Vilji til þess að selja Gagnaveituna

„Ég hef lengi verið talsmaður þess að skoða þetta og fagna þessu,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar um tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að selja Gagnaveituna.

Íslandsbanki kærir Capacent fyrir meint kennitöluflakk

Íslandsbanki hefur formlega lagt fram kæru á hendur stjórnendum Capacent ehf. vegna viðskipta frá 15. september 2010 þegar eignir Capacent voru keyptar út úr félaginu, sem síðan var gefið upp til skipta. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu

Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar.

Hættur að rannsaka Kaupþing

Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins.

Niðurstaða Icesavekosninga skilyrði lánasamnings

Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar.

Þórey nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

Þórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í stað Hrafns Magnússonar, sem lætur af störfum síðar á árinu eftir áratuga farsælt starf í þágu lífeyrissjóðanna. Hún tekur formlega við starfinu 1. ágúst 2011.

Össur hf. vann tvenn alþjóðleg hönnunarverðlaun

Össur hf. vann tvenn verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu hönnunarsamkeppni sem kennd er við Red Dot samtökin. Í ár voru 4433 vörur frá sextíu löndum sem kepptu um þessi virtu verðlaun í átján flokkum.

Lánið frá EIB óbeint tengt við lausn Icesave

Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið.

Ætla að selja Norðurlandabúum 150 Raf-Rovera

Fyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) hefur gert samning við breskt framleiðslufyrirtæki um sölu á 150 rafbílum af gerðinni Range Rover. Fyrirtækið gerði samning við Liberty Electric Cars, sem er staðsett í Oxford í Bretlandi. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljónir punda eða um fjóra og hálfan milljarða króna.

Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB

Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna.

Lýst eftir lukkupeningi Jóakims frænda

Iðnaðarsafn Danmerkur í Horsens leitar nú með logandi ljósi að eintaki af lukkupeningi Jóakims frænda frá Andabæ. Hefur safnið raunar lýst eftir slíkum peningi vegna sýningar sem er framundan á safninu.

Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð

Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi.

Netveiði hefst aftur í Hvítá og Ölfusá

Allt virðist stefna í að laxveiðar í net hefjist aftur af fullum krafti á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu á næsta ári og að þá dragi úr stangveiði á svæðinu.

Landspítalinn semur við Íslandsbanka

Landspítali hefur samið við Íslandsbanka um fjármálaþjónustu . Þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem opinber stofnun gerir í kjölfar útboðs og nær spítalinn að spara með honum milljónir króna.

Opnar upplýsingaveitu um sjávarútvegsmál

Íslandsbanki hefur opnað nýja alþjóðlega upplýsingaveitu, Sjávarútvegsmælaborðið, um sjávarútvegsmál. Þar er hægt að fylgjast með sjávarútvegsmarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland.

Jón Steindór kemur inn í stjórn Framtakssjóðs

Jón Steindór Valdimarsson hefur tekið sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hann er fulltrúi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í stjórninni. Jón Steindór kemur inn í stjórnina í staðinn fyrir Ragnar Önundarson.

Hæstiréttur: Vilhjálmur fái Glitnisgögn

Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði héraðsdóms þar sem Vilhjálmi Bjarnasyni framkvæmdastjóra Samtaka fjárfesta var meinaður aðgangur að gögnum um fjölda hlutabréfa í Glitni sem voru í eigu bankans fyrir fall hans. Hæstiréttur segir að Glitni beri að afhenda Vilhjálmi þessi gögn.

Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu

Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun.

Aflaverðmætið var 131 milljarður í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 131 milljarði króna á árinu 2010 samanborið við rúma 115 milljarða á árinu 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 13,7% á milli ára.

Töluvert dregur úr beiðnum um fjárnám

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins bárust Sýslumanninum í Reykjavík samtals 2.100 beiðnir um fjárnám. Þetta er töluvert minni fjöldi en á sama tímabili í fyrra þegar fjárnámsbeiðnir voru um 3.350 talsins.

Tjónið í Japan metið á 35.000 milljarða

Samkvæmt nýju mati japanskra stjórnvalda er tjónið vegna náttúruhamfaranna þar í landi nú metið á allt að 35.000 milljarða kr. eða sem samsvarar landsframleiðslu Íslands í 200 ár.

Töluvert dregur úr nauðungarsölum fasteigna milli ára

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa 22 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar af 6 í janúar og 16 í febrúar. Þetta er töluvert minni fjöldi en í sömu mánuðum í fyrra þegar samtals 34 fasteignir voru seldar nauðungarsölu hjá embættinu.

Nýtt mat lækkar arðgreiðslu hjá SS

Fram er komið nýtt mat á hámarks arðgreiðslu sem eigendur yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS) geta krafist. Matið lækkar arðgreiðsluna um tæpar 2 milljónir kr.

Borgi Glitnismönnum málaferlin í New York

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmenn í bankanum, krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Tryggingamiðstöðin greiði kostnað vegna málaferla skilanefndar Glitnis á hendur þeim.

Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu

Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí.

Sjá næstu 50 fréttir