Viðskipti innlent

Vilji til þess að selja Gagnaveituna

Orkuveitan. Gagnaveitan er gríðarlega mikils virði að mati Haralds og Kjartans.
Orkuveitan. Gagnaveitan er gríðarlega mikils virði að mati Haralds og Kjartans.
„Ég hef lengi verið talsmaður þess að skoða þetta og fagna þessu,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar um tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að selja Gagnaveituna.

Tillagan var lögð fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar en frestað vegna tímaleysis og því fékk hún ekki efnislega meðferð.

Kjartan segir í greinagerð með tillögunni að heildarfjárfesting borgarinnar í Gagnaveitunni, sem áður hét Lína.net, sé 10 til 12 milljarðar. Undir þetta verðmat vill Haraldur ekki taka, en segir þó gríðarleg verðmæti fólgin í Gagnaveitunni, sem hefur byggt upp gagnaflutningskerfi um rafmagnslínur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni frá árinu 1999.

Aðspurður segir Haraldur ekkert formlegt söluferli í gangi, „svo ég viti til,“ bætir hann svo við. Spurður hvort óformlega þreifingar væru til staðar sagðist hann ekki vita til þess.

Haraldur tekur fram að allra leiða sé leitað til þess að hagræða í rekstri Orkuveitunnar, því fagni hann þessari tillögu.

Tillögu Sjálfstæðisflokksins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×