Viðskipti innlent

Landspítalinn semur við Íslandsbanka

Landspítali hefur samið við Íslandsbanka um fjármálaþjónustu . Þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem opinber stofnun gerir í kjölfar útboðs og nær spítalinn að spara með honum milljónir króna.

„Þetta er tímamótasamningur fyrir Landspítalann sem  mun skila margra milljóna hagræðingu", segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala í tilkynningu um nýja samninginn

Samningurinn verður undirritaður í K-byggingu á Landspítala Hringbraut nú fyrir hádegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×