Viðskipti innlent

Banna Taco Bell auglýsingu

Íslenska auglýsingin er væntanlega þýðing á þessu slagorði Taco Bell í Bandaríkjunum.
Íslenska auglýsingin er væntanlega þýðing á þessu slagorði Taco Bell í Bandaríkjunum.
Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga veitingahúsakeðjunnar Taco Bell með yfirskriftinni „Burt með brauðið". Í tilkynningu frá stofnuninni segir að borist hafi kvörtun frá Íslensk-ameríska vegna auglýsinganna þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart keppinautum Taco Bell og annarra sem hafi hagsmuni af sölu eða framleiðslu brauðs. „Þá væru þær villandi gagnvart neytendum þar sem brauðmagn í réttum Taco Bell hafi ekki breyst," segir ennfremur. Neytendastofa féllst á sjónarmiðin og segir að ayglýsingin sé ósanngjörn gagnvart neytendum og keppinautum Taco Bell.

„Í niðurstöðum ákvörðunarinnar er um það fjallað að yfirskriftin „Burt með brauðið" hafi enga tengingu við efni auglýsingarinnar, hvort sem tortillur geti talist brauð eða ekki, þar sem þeir réttir sem auglýstir eru miðist við að osti og sósu sé skipt út fyrir Fiesta salsa,“ segir í ákvörðuninni.

„Fullyrðingin sé því ósanngjörn gagnvart neytendum og keppinautum Taco Bell enda sé skírskotað til óviðkomandi mála. Auk þess sé neytendum talin trú um að brauðmagn réttanna hafi minnkað þegar svo er ekki og því sé auglýsingin villandi gagnvart neytendum og þeim veittar rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar. Þá séu auglýsingarnar ósanngjarnar gagnvart keppinautum þar sem gefið sé í skyn að brauð sé almennt óhollt þrátt fyrir ráðleggingar t.d. Landlæknis og Lýðheilsustöðvar um að dagleg neysla grófs brauðs sé holl.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×