Viðskipti innlent

Íslenskur fimmþúsundkall til sölu á eBay - kostar níuþúsundkall

Íslenskur fimmþúsundkall er nú til sölu á eBay. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að verðið sem farið er fram á fyrir þennan seðil er 80 dollarar eða rúmlega 9.000 kr.

Fram kemur á eBay að fimmþúsundkallinn sé í toppástandi enda hafi hann aldrei farið í umferð frá því að hann var prentaður.

Þá er tekið fram að seðilinn sé undirritaður af Oddson og Guðnason en þar er átt við seðlabankastjórana Davíð Oddsson og Eirík Guðnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×