Viðskipti innlent

Jón Steindór kemur inn í stjórn Framtakssjóðs

Jón Steindór Valdimarsson hefur tekið sæti í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Hann er fulltrúi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í stjórninni. Jón Steindór kemur inn í stjórnina í staðinn fyrir Ragnar Önundarson.

Í tilkynningu segir að Jón Steindór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann starfaði hjá Samtökum iðnaðarins frá 1988-2010, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri, en seinustu þrjú árin var hann framkvæmdastjóri samtakanna. Hann gegndi starfi staðgengils framkvæmdastjóra Vinnumálasambands Íslands 1985-1988.

Jón Steindór hefur gegnt viðamiklum trúnaðarstörfum í íslensku atvinnulífi og setið í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka, var m.a. stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í sex ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×