Fleiri fréttir

Úrslitahópur Gulleggsins tilkynntur

Í dag varð ljóst hvaða 10 viðskiptahugmyndir komust áfram í keppninni um Gulleggið 2010, frumkvöðlakeppni Innovit, en 258 viðskiptahugmyndir hófu keppni í janúar. Frumkvöðlarnir að baki þessum nýju sprotafyrirtækjum munu kynna hugmyndir sínar og svara spurningum frammi fyrir yfirdómnefnd keppninnar í úrslitunum sem fara fram þann 2. apríl.

Landsbankinn kaupir hlut í Arion verðbréfavörslu hf.

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að Landsbankinn kaupi nýtt hlutafé í Arion verðbréfavörslu hf. Arion banki er í dag eigandi alls hlutafjár. Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsstofnana. Við kaup Landsbankans á nýju hlutafé í Arion verðbréfavörslu verður nafni félagsins breytt í Verdis.

Netið dælir milljörðum í danska hagkerfið

Netið spilar orðið stórt hlutverk í danska hagkerfinu. Útreikningar benda til að netið leggi hagkerfinu til um 98 milljarða danskra kr., eða um 2.000 milljarða kr., á hverju ári eða sem nemur 5,8% af landsframleiðslu landsins.

Ekki útilokað að kaupmáttur launa rýrni áfram

Greining Íslandsbanka telur að ekki sé útilokað að kaupmáttur launa muni rýrna áfram á næstunni. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um launamælingar Hagstofunnar sem birtar voru í morgun.

Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár

Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr.

FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn

Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu.

Byggingakostnaður hækkar

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 1,4%. Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2011 er 102,5 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 0,9% frá fyrri mánuði. I nnlent efni hækkar í verði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,5%) og verð á innfluttu efni hækkar um 0,9% (0,3%). Launakostnaður hækkar um 0,2% og kostnaður vegna véla, flutninga og orkunotkunar hækkar um 2,0% (0,1%). Vísitalan gildir í apríl 2011.

Kaupmáttur rýrnaði um 1% milli mánaða

Vísitala kaupmáttar launa í febrúar 2011 er 107,1 stig og lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,2%.

Kröftug uppsveifla á markaðinum í Tókýó

Kröftug uppsveifla varð á hlutabréfamarkaðinum í Tókýó í nótt en Nikkei vísitalan hækkaði um tæp 4,4%. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem hlutabréf hækka í verði á markaðinum.

Gaddafi situr ofan á gullfjalli

Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman.

Áfram mikið tap af rekstri Félagsbústaða

Tap af rekstri Félagsbústaða nam 1.871 milljón kr. í fyrra miðað við 3.154 milljóna kr. tap árið á undan. Eigið fé Félagsbústaða í árslok 2010 nam 5,7 milljörðum kr. og hefur lækkað um 1,8 milljarða kr. milli ára. Eiginfjárhlutfall var 18% í árslok 2010 miðað við 23% árið 2009.

Fékk milljarða til kaupa í Glitni

Hæstiréttur úrskurðaði í síðustu viku að félagið IceProperties skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið er í eigu Sunds, sem nú heitir IceCapital, og er í eigu þeirra Jóns Kristjánssonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Gunnþórunnar Jónsdóttur, ekkju Óla Kr. Sigurðssonar, sem kenndur var við Olís.

Capacent Fjárfestingaráðgjöf orðið Centra

Fjármálafyrirtækið Capacent Fjárfestingaráðgjöf hefur skipt um nafn og heitir núna Centra Fyrirtækjaráðgjöf. Félagið var stofnað í ársbyrjun 2009 af Capacent til að sinna verkþáttum sem krefjast starfsleyfis samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og starfaði fyrsta árið undir nafninu Capacent Glacier.

Uppgjör ríkissjóðs batnar töluvert milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2011 liggur nú fyrir og er staðan töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 10,9 milljarða kr. en var neikvætt um 15,1 milljarð kr. á sama tímabili 2010.

Roman Abramovich elskar stangarstökk

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar.

Hæstiréttur vísar frá kærum í Tchenguiz málum

Hæstiréttur Íslands hefur með dómi fyrir helgina vísað frá tveimur kærum Rawlinson & Hunter Trustees S.A. (Rawlinson & Hunter) í málum sem varða kröfur gegn Kaupþingi banka hf. (Kaupþing). Rawlinson & Hunter stýra sjóðunum Tchenguiz Discretionary Trust og Tchenguiz Family Trust en sjóðirnir tengjast bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz.

Könnun: Stóriðja ekki brýnasta atvinnumálið

Í nýrri netkönnun sem Miðlun ehf. hefur unnið kemur fram að almenningur telur ekki að stóriðja sé það brýnasta í atvinnumálum Íslendinga. Í fyrsta sæti er uppbygging á innlendum iðnaði (30,8%), í öðru sæti er aukinn stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (18,1%) og í þriðja sæti er samkomulag um starfsumhverfi sjávarútvegsins (14,7%).

Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir

Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr.

Yfir 600.000 Danir þreyttir á vinnu sinni

Samkvæmt nýrri könnun sem YouGov hefur gert fyrir danska blaðið metroXpress eru yfir 600.000 Danir orðnir þreyttir á þeirri vinnu sem þeir stunda og vilja skipta um starf.

AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja.

Morrison að skoða kaup á Iceland Foods

Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að William Morrison Supermarkets hafi áhuga á að skoða kaup á verslunarkeðjunni Iceland Foods sem er að mestu í eigu Landsbankans og Glitnis.

Kauphöllin býður hlutabréfaviðskipti í Bandaríkjunum

NASDAQ OMX Nordic tilkynnti í dag um nýja þjónustu sem gerir kauphallaraðilum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum kleift að senda inn tilboð í bandarísk og kanadísk hlutabréf á norður-amerískum hlutabréfamörkuðum. “Market Access – Bandaríkin og Kanada” notast við fyrirliggjandi tækni og býður upp á bandaríska og kanadíska markaði á einum stað.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í kjölfar loftárása bandamanna á skotmörk í Líbíu yfir helgina. Verðið á Brent olíunni hefur hækkað um rúm 2% í morgun og stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna.

Miklar sveiflur á íbúðamarkaðinum

Miklar sveiflur eru á íbúðamarkaðinum í höfuðborginni eftir vikum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 71. Hinsvegar var fjöldi slíkra samninga 102 í vikunni þar á undan. Að meðaltali hefur 64 kaupsamningum verið þinglýst á viku undanfarna þrjá mánuði.

Eldsneytisverðið gæti skaðað ferðaþjónustu

Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta.

Fulltrúa ríkisins í stjórn Arion skipt út

Kristján Jóhannsson, fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka, mun víkja úr stjórninni á aðalfundi bankans í vikunni. Stjórn Bankasýslunnar telur rétt að endurnýja ekki umboð Kristjáns vegna ákvörðunar hans um að samþykkja launakjör Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Kristján þykir þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins.

75 milljarða lán í vanskilum

Alls eru um 75 milljarða króna lán í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði. Forsætisráðherra segir allt benda til þess að ríkið þurfi að auka fjárveitingar til sjóðsins umfram þá 33 milljarða sem Alþingi hefur þegar samþykkt að veita sjóðnum. Það verði jafnvel hærri fjárhæð heldur en ríkið þarf að borga Bretum og Hollendingum vegna Icesave. RÚV greindi frá þessu í fréttum sínum í gær.

Stefna að tvíhliða skráningu - verða áfram í Kauphöllinni

"Það er ekki stefna félagsins að skrá sig úr Kauphöllinni,“ segir Jón Ingi Herbertsson, upplýsingafulltrúi Marels. Vísir greindi frá því í dag, og vitnaði í DV, að samkvæmt fundargerð fjárfestingafélagsins Horns, að Marel yrði skráð á erlendan markað og því skráð úr Kauphöllinni.

Marel úr Kauphöllinni eftir tvö ár

Talið er að fyrirtækið Marel verði skráð á erlendan markað eftir tvö ár samkvæmt fundargerð sem DV greinir frá á heimasíðu sinni. Þar segir að fundargerðin sé frá félaginu Horni, fjárfestingafélagi í eigu Landsbankans, sem fer með stóran hlut í Marel.

Kynna skýrslu um bandaríska sjávarútveginn

Íslandsbanki kynnir útgáfu nýrrar skýrslu um bandaríska sjávarútveginn á sýningu sem nú fer fram í Boston. Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að sýningin sé einn stærsti viðburðurinn á ári hverju tengdur sjávarútvegi í Norður-Ameríku. Íslandsbanki segir að Bandaríkin séu einn mikilvægasti sjávarafurðamarkaður heims, bæði hvað varðar framboð og eftirspurn. Í skýrslunni sé fjallað um þróun helstu drifkrafta í bandarískum sjávarútvegi, meðal annars veiðar, vinnslu, inn- og útflutning og neyslu. Einnig sé farið yfir verðþróun hlutabréfa, samruna og yfirtökur í sjávarútveginum í Bandaríkjunum.

Treysta alfarið á skilanefnd Landsbankans

Áhætta er aðeins tengd þriðjungi af eignasafni Landsbankans, fullyrðir skilanefnd bankans. Íslenska ríkið treystir alfarið á skilanefndina og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte við mat á þrotabúinu.

Segir Vilhjálm fara með fleipur

Iðnaðarráðherra segir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, fara með fleipur með yfirlýsingum sínum um framkvæmdir í Helguvík. Hún segir pólitískan vilja beggja vegna borðsins í ríkisstjórninni um að verkefnið verði klárað.

Árásin gæti haft áhrif á olíuverð

Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%.

Alcan ofrukkað um 67 milljónir

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að Vatnsveita Hafnarfjarðar hafi með ólögmætum hætti lagt gjald á Alcan vegna notkunar álversins í Straumsvík á köldu vatni.

Fjárfestar virðast passa upp á budduna

Stjórn danska hreingerningarisans ISS ákvað síðdegis á fimmtudag að fresta skráningu félagsins í dönsku kauphöllina í Kaupmannahöfn. Viðskipti áttu að hefjast með hlutabréf félagsins í dag.

Stefna að því að fá milljón ferðamenn til landsins

Stefnt er að því að innan tíu ára muni milljón ferðamenn koma til Íslands á hverju ári. Í fyrra voru þeir um 500 þúsund. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. Hann segir að til þess að þetta takist verði að vera hægt að kynna Ísland sem góðan áfangastað á veturna jafnt sem á sumrin.

Þrír sendir í frí vegna verðsamráðsmálsins

Þrír starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa verið sendir í tímabundið leyfi frá störfum vegna verðsamráðsmálsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið tvisvar með stuttu millibili handtekið fjölda fólks og gert húsleitir vegna meints verðsamráðs Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins byggingavöruverslunar.

Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir