Viðskipti innlent

Starfsmenn Becromal greiða atkvæði um heimild til boðunar verkfalls

Becromal Iceland.
Becromal Iceland.
Atkvæðagreiðsla um heimild til boðunar verkfalls starfsmanna aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland ehf. fer fram á Akureyri.

Stjórn Becromal Iceland ehf. lýsir miklum vonbrigðum með að fyrirtækinu verði stefnt í óvissu sem verkfall getur skapað um starfsemi þess, uppbyggingu og framtíð.

Í tilkynningu frá stjórn Becromal segir að fyrirtækið sé eitt af yngstu fyrirtækjum landsins, og hefur starfsmönnum þess fjölgað jafnt og þétt eftir því sem vélar verksmiðjunnar hafa verið gangsettar.

Ljóst er að mikið tjón yrði af verkfalli hjá fyrirtækinu sem byggt hefur upp framleiðslu sem grundvallast á jafnri sólarhringsframleiðslu, alla daga ársins.

Vegna eðlis starfseminnar er ljóst að frá fyrsta degi verkfalls yrði starfsemin stöðvuð með tilheyrandi tjóni fyrir eigendur, starfsfólk, þjónustuaðila og allt umhverfi verksmiðjunnar, eins og segir í tilkynningu frá stjórninni.

Það er Eining-Iðja á Akureyri sem er stéttarfélag starfsmannanna. Kjaradeilu þeirra við Becromal var vísað til ríkissáttasemjara í lok janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×