Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr nauðungarsölum fasteigna milli ára

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafa 22 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík,  þar af 6 í janúar og 16 í febrúar.  Þetta er töluvert minni fjöldi en í sömu mánuðum í fyrra þegar samtals 34 fasteignir voru seldar nauðungarsölu hjá embættinu.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins. Þar segir að nýskráð nauðungarsölumál voru 264 á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Árið 2010 voru 453 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Skráð nauðungarsölumál vegna fasteigna voru á sama tíma 1.961 talsins.  

Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík og fjölgaði þeim því meir en tvöfalt á milli áranna 2009 og 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×