Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2011 18:09 Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira