Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2011 18:09 Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira