Borgi Glitnismönnum málaferlin í New York 23. mars 2011 07:00 Lárus Welding, Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson Fyrrverandi bankastjóri og tveir stjórnarmenn úr Glitni telja að stjórnendatrygging sem bankinn keypti hjá TM nái yfir kostnað þeirra vegna málaferla á hendur þeim. Tryggingamiðstöðin hafnar öllum slíkum kröfum.Fréttablaðið/Rósa Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmenn í bankanum, krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Tryggingamiðstöðin greiði kostnað vegna málaferla skilanefndar Glitnis á hendur þeim. Hörður Felix Harðarson, lögmaður þremenninganna í málinu, segir Glitni hafa verið með mjög dýra tryggingu fyrir stjórnendur bankans hjá TM. Nú sé deilt um gildi þessarar stjórnendatryggingar frá þeim tíma sem þremenningarnir voru í stjórnendastöðum hjá Glitni og hvort þeir eigi rétt til verndar samkvæmt tryggingunni eða ekki. „Þeir gera kröfu um greiðslu útlagðs kostnaðar samkvæmt skilmálum þeirrar tryggingar,“ segir Hörður. Hann kveður um að ræða kostnað sem Lárus, Þorsteinn og Jón hafi af því að verjast kröfum sem hafi verið settar fram gagnvart þeim vegna starfa þeirra hjá Glitni. Til að mynda vegna málsóknar skilanefndar bankans á hendur þeim í New York. Hörður segir tilgang slíkra stjórnendatrygginga beinlínis að ná til málsókna á hendur stjórnendum vegna starfa fyrir viðkomandi félag. „Þeim er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækja, sem geta alltaf lent í því að það sé beint einhverjum kröfum að þeim vegna starfa þeirra fyrir viðkomandi fyrirtæki, verði jafnvel persónulega gjaldþrota við að þurfa að verjast slíkum kröfum,“ útskýrir hann. Þá segir Hörður engar upphæðir nefndar í málinu. „Þarna er ekki verið að leysa úr því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað heldur prinsippið hvort þeir eigi rétt á að fá þennan kostnað greiddan á þessu stigi eða ekki,“ segir Hörður, sem hins vegar kveður ljóst að hagsmunir séu miklir. „Ég held að það gefi til að mynda auga leið að málsvörn í Bandaríkjunum er óheyrilega dýr.“ Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir félagið ekki vilja tjá sig um efnisatriði málsins í fjölmiðlum á meðan það sé rekið fyrir dómstólum. „Tryggingamiðstöðin getur staðfest að framangreindir aðilar hafa gert kröfu um greiðslu málsvarnarlauna úr stjórnendatryggingum Glitnis-banka hjá félaginu vegna málshöfðunar skilanefndar bankans á hendur þeim. Öllum slíkum kröfum hefur verið hafnað af félaginu,“ er það eina sem Sigurður segir um málið á þessu stigi.- gar Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Þorsteinn M. Jónsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarmenn í bankanum, krefjast þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Tryggingamiðstöðin greiði kostnað vegna málaferla skilanefndar Glitnis á hendur þeim. Hörður Felix Harðarson, lögmaður þremenninganna í málinu, segir Glitni hafa verið með mjög dýra tryggingu fyrir stjórnendur bankans hjá TM. Nú sé deilt um gildi þessarar stjórnendatryggingar frá þeim tíma sem þremenningarnir voru í stjórnendastöðum hjá Glitni og hvort þeir eigi rétt til verndar samkvæmt tryggingunni eða ekki. „Þeir gera kröfu um greiðslu útlagðs kostnaðar samkvæmt skilmálum þeirrar tryggingar,“ segir Hörður. Hann kveður um að ræða kostnað sem Lárus, Þorsteinn og Jón hafi af því að verjast kröfum sem hafi verið settar fram gagnvart þeim vegna starfa þeirra hjá Glitni. Til að mynda vegna málsóknar skilanefndar bankans á hendur þeim í New York. Hörður segir tilgang slíkra stjórnendatrygginga beinlínis að ná til málsókna á hendur stjórnendum vegna starfa fyrir viðkomandi félag. „Þeim er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækja, sem geta alltaf lent í því að það sé beint einhverjum kröfum að þeim vegna starfa þeirra fyrir viðkomandi fyrirtæki, verði jafnvel persónulega gjaldþrota við að þurfa að verjast slíkum kröfum,“ útskýrir hann. Þá segir Hörður engar upphæðir nefndar í málinu. „Þarna er ekki verið að leysa úr því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað heldur prinsippið hvort þeir eigi rétt á að fá þennan kostnað greiddan á þessu stigi eða ekki,“ segir Hörður, sem hins vegar kveður ljóst að hagsmunir séu miklir. „Ég held að það gefi til að mynda auga leið að málsvörn í Bandaríkjunum er óheyrilega dýr.“ Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir félagið ekki vilja tjá sig um efnisatriði málsins í fjölmiðlum á meðan það sé rekið fyrir dómstólum. „Tryggingamiðstöðin getur staðfest að framangreindir aðilar hafa gert kröfu um greiðslu málsvarnarlauna úr stjórnendatryggingum Glitnis-banka hjá félaginu vegna málshöfðunar skilanefndar bankans á hendur þeim. Öllum slíkum kröfum hefur verið hafnað af félaginu,“ er það eina sem Sigurður segir um málið á þessu stigi.- gar
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira