Viðskipti innlent

Eimskip hagnaðist um tvo milljarða á síðasta ári

Eimskip.
Eimskip.
Heildarvelta Eimskips á árinu 2010 var 59 milljarðar ISK (EUR 365 m) og rekstrarhagnaður (EBITDA) var  um 6,2 milljarðar ISK, (EUR 38,6 m) samkvæmt tilkynningu frá Eimskipi.

Hagnaður eftir skatta var 2 milljarðar ISK (EUR 12,2 m). Heildareignir félagsins í lok desember voru 44 milljarðar ISK (EUR 285 m) og er eiginfjárhlutfallið 57%.

Vaxtaberandi skuldir eru 11 milljarðar ISK (EUR 72 m).  Flutningamagn samstæðunnar í áætlanasiglingum dróst saman um 0,4% milli ára en flutningamagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun hjá Eimskip jókst um 14% á milli ára.

„Það sem veldur helst áhyggjum er að flutningamagn í áætlana flutningum er ekki að vaxa á milli áranna 2009 og 2010 og ef eitthvað er þá er magnið að dragast saman nú á síðustu mánuðum ársins 2010 og í byrjun árs 2011,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Hann bætir hinsvegar við að það sé hinsvegar ánægjulegt að sjá að flutningamagn í frystiflutningsmiðlun félagsins utan Íslands er að vaxa um 14% á  á milli ára.

Horfur fyrir árið 2011 gera ekki ráð fyrir mikilli magnaukningu í áætlanasiglingum, enda ekki forsendur fyrir því hvorki á Íslandi né í Færeyjum.  Ástandið  í Færeyjum hefur valdið okkur áhyggjum en þó virðast hlutirnir vera að þróast í rétta átt að mati Gylfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×