Lánið frá EIB óbeint tengt við lausn Icesave 23. mars 2011 15:13 Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður. Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Lánið sem Landsvirkjun hefur fengið frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) upp á 11,3 milljarða kr. er óbeint háð lausn á Icesave deilunni. Ljóst er að Landsvirkjun mun ekki draga á þetta lán fyrr en eftir 9. apríl þegar þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir að í lánasamningnum við EIB sé ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs það er lánshæfið má ekki falla niður í svokallaðan ruslflokk. Sem stendur er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hjá matsfyrirtækinu Moody´s einu haki fyrir ofan ruslflokk með neikvæðum horfum. Moody´s sagði í áliti fyrr í vetur að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði endurskoðuð þegar séð verður hvernig lyktir verða á Iceasave málinu í apríl. Hörður Árnason segir að með þessum hætti sé lausn á Icesave deilunni óbeint tengd inn í lánasamninginn við EIB og ljóst að lánið fæst ekki afgreitt ef Moody´s fellir lánshæfi ríkissjóðs um einn flokk. Hér má geta þess að lánshæfi ríkissjóðs er þegar í ruslflokki hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings en hjá Standard & Poor´s er lánshæfið einu haki frá ruslinu eins og hjá Moody´s. Álit Moody´s hefur þó mesta vigt af þessum þremur matsfyrirtækjum þar sem Moody´s metur einnig lánshæfi Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs. Hvað varðar framgang fjármögnunar fyrir Búðarhálsvirkjun er Hörður ánægður með þróunina. Með láni EIB sé nú búið að fjármagna um 75% af virkjunarframkvæmdunum. „Og ef allt fer á besta veg fyrir okkur mun það ekki verða neitt vandamálið að fjármagna afganginn," segir Hörður.
Icesave Tengdar fréttir Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08 Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Landsvirkjun fær 11,3 milljarða lán frá EIB Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Evra eða að jafnvirði um 11,3 milljarðar króna. 23. mars 2011 14:08
Moody's segir ruslflokk líklegan segi þjóðin nei við Icesave Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 23. febrúar 2011 13:44