Viðskipti innlent

ASÍ spáir 5,2 % atvinnuleysi í lok árs 2013

Verkamenn að störfum. Myndin er úr safni.
Verkamenn að störfum. Myndin er úr safni.
Allt bendir til þess að viðsnúningur sé að verða í íslensku efnahagslífi og hægur bati sé framundan næstu árin, samkvæmt hagspá ASÍ fyrir árin 2011 til 2013.

Í spánni kemur fram að staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en mun lagast  í takt við batnandi efnahagslíf.  Í lok spátímans verður atvinnuleysið komið niður í 5,2%.

Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda styðja við heimilin og staða þeirra vænkast nokkuð en verður áfram þröng. Mikið atvinnuleysi, háar skuldir og auknar opinberar álögur takmarka vöxt ráðstöfunartekna heimilanna og neyslu þeirra á næstu misserum.

Þrátt fyrir mikinn afgang af viðskiptum við útlönd verður gengi krónunnar áfram veikt. Gert er ráð fyrir að krónan styrkist um 10% á spátímanum og gengisvísitalan verði 195 stig í lok spátímans. Verðbólga verður hófleg, sveiflast í kringum verbólgumarkmið Seðlabankans og verður á bilinu 2,2% – 3,0% á tímabilinu.

Hagdeildin spáir því að eftir tveggja ára samdrátt fari landsframleiðsla vaxandi á þessu ári og aukist um 2,5%. Hægur vöxtur verður áfram á árunum 2012 og 2013 þar sem landsframleiðslan vex um ríflega 2% á ári.

Hér má nálgast hagspánna í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×