Fleiri fréttir Stofnfjáraðilalisti Byrs á vefinn á ný Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs hefur verið birtur á ný á vefnum. Fyrr í dag hvarf listinn af heimasíðu sjóðsins en síðar kom í ljós að verið var að uppfæra hann. Staðan á stærstu eigendum sjóðsins er því á ný orðin sú sama og hún var áður en tilkynnt var um sölu Landsbankans á tveggja prósenta hlut til Reykjavík Invest. Sú ákvörðun var dregin til baka í gær þegar skilanefnd Landsbankans tók ákvörðun um að ekkert yrði af viðskiptunum. 12.5.2009 16:26 Jákvæður dagur í kauphöllinni Marel hækkaði mest í kauphöllinni í dag eða um 6,3& í tæplega 200 milljón kr. viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% og stendur nú í rúmlega 256 stigum. 12.5.2009 16:17 Útlán ÍLS jukust um 14% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,8 milljörðum króna í apríl. Þar af voru rúmir 1,9 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 900 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæplega 14% frá fyrra mánuði. 12.5.2009 16:06 Alfesca skilar góðu uppgjöri Alfesca tapað um 0,3 milljónum evra, eða rúmlega 51 milljón kr., á þriðja ársfjórðungi (reikningsárið gildir frá júlí til júlí), en gengi gjaldmiðla og fjárfestingar vegna endurskipulagningar starfseminnar hafði þar áhrif. Félagið telur þetta viðunandi árangur miðað við markaðsaðstæður. 12.5.2009 15:45 Skilanefnd skellir skuldinni á starfsmenn sína „Lárus Finnbogason var ekkert inni í þessu máli," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, spurður út í fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum í Byr til Reykjavík Invest en Lárus Finnbogason formaður skilanefndarinnar er endurskoðandi félagsins. Salan á bréfunum var tilkynnt á stjórnarfundi hjá Byr síðastliðinn föstudag en skilanefndin ákvað á fundi í gær að ekkert yrði af henni. Lárus vék af þeim fundi vegna tengsla sinna við Reykjavík Invest að sögn Páls. Hann segir að starfsmenn nefndarinnar hafi gengið of langt. 12.5.2009 15:22 Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% milli ára Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð árið áður og um 22,7% á breytilegu verðlagi. Ekki hefur áður orðið raunaukning í veltu dagvöruverslunar á milli ára síðan um mitt síðasta ár. 12.5.2009 15:06 Fagnar því ef fjárfestar hafa áhuga á hafnarsvæðunum Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að hann fagni því ef fjárfestar hafi áhuga á hafnarsvæðunum og vilji nýta sér það sem svæðin hafi upp á að bjóða en þau eru í Reykjavík, á Grundartanga, á Akranesi og í Borgarnesi. 12.5.2009 14:31 Stofnfjáreigandalistinn væntanlegur síðar í dag Listi stofnfjáreiganda var tekinn út af vefsvæði Byrs til þess að uppfæra hann. Tilefnið er það að á föstudaginn var það fært til bókar að eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest hefði keypt 2,6 prósentu stofnfjárhlut í Byr af skilanefnd Landsbankans. 12.5.2009 13:36 Hörð mótmæli gegn afgreiðslu hafnarstjórnar „Fjárfestum.is mótmælir því að fjárfestingarfélög eða aðrir geti gefið einhliða yfirlýsingar til borgarinnar, banka eða annarra aðila um áhuga á fjárfestingum og fái þannig forgang að þeim.“ 12.5.2009 13:25 Listi yfir stofnfjáreigendur Byr hverfur Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs var fjarlægður af heimasíðu Byrs í morgun en þar kom fram að Reykjavík Invest ætti 2,6 prósent hlut í bankanum þrátt fyrir tilkynningu skilanefndar Landsbankans í gær um að viðskiptin hefðu ekki átt sér stað. 12.5.2009 12:35 Segir að slakað verði á gjaldeyrishöftunum í sumar Greining Íslandsbanka segir að allt bendi nú til þess að byrjað verði að slaka á gjaldeyrishöftunum strax á sumarmánuðum en vísbendingar þess efnis hrannast nú upp. 12.5.2009 12:28 Virðing hf. eignast 31,75% hlut í B-deild SS Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. hefur fest kaup á 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Kaupverðið er 63,5 milljónir kr. 12.5.2009 12:12 Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins Teymi tók yfir skuldir tveggja einkahlutafélaga þegar félagið var afskráð úr Kauphöllinni í október síðastliðnum. Einkahlutafélögin eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis. 12.5.2009 12:11 Segjast ekki hafa komið nálægt tilraun til stofnfjárkaupa „Við komum ekkert að þessari sölu," segir Rakel Gylfadóttir sem býður sig fram ásamt Arnari Bjarnasyni í stjórn Byrs. Arnar á eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest sem hugðist kaupa stofnfjárbréf af skilanefndar Landsbankans en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, hugðist hafa milligöngu um það. 12.5.2009 11:52 Bókanir á víxl í hafnarstjórn vegna hótelbyggingar Alls voru fjórar bókanir lagðar fram um fyrirhugaða hótelbyggingu á hafnarsvæðinu á síðasta stjórnarfundi hjá Faxaflóahöfnum. 12.5.2009 11:15 Marel hækkar mest í upphafi dagsins Marel hækkaði mest í upphafi dagsins í kauphöllinni eða um 3,6%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,8% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 255 stigum. 12.5.2009 10:46 Fjármálaeftirlitið kannar stofnfjársölu Landsbankans „Það er verið að láta kanna þetta," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum Byr til eignarhaldsfélagsins Reykjavík Invest sem fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá í gær. 12.5.2009 10:45 Fjölmargir og miklir óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá Óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt er í dag eru fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, breytingum á alþjóðlegu samstarfi, frekari stóriðjuframkvæmdum og ástandi á vinnumarkaði. 12.5.2009 10:30 Slitastjórn skipuð fyrir Straum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur skipað slitastjórn fyrir Straum-Burðarás fjárfestingabanka hf. 12.5.2009 10:21 Aftur mótmæli í London vegna Kaupþings Stuðningsfólk Iðnaðar og vísindasafnsins (MOSI) í Manchester ætlar að efna til mótmæla við Westminster, þinghúsið í London, vegna tap safnsins á hruni Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Safnið átti 900.000 pund eða rúmlega 170 milljónum kr. á reikningi hjá bankanum. 12.5.2009 10:19 Ellefu styrkir til nýnema við HÍ Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur. 12.5.2009 10:02 Sjóðir Landsvaka rýrnuðu um 176 milljarða milli ára Sjóðir Landsvaka rýrnuðu um 176 milljarða kr. milli áranna 2007 og 2008. Í árslok 2007 nam heildarstærð sjóðanna 251,4 milljörðum kr. en í árslok 2008 var stærðin komin niður í 75,5 milljarða kr. 12.5.2009 09:57 Íbúðalánasjóður lækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur í í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins breytist sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,70% en 5,20% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. 12.5.2009 09:49 Tilboð upp á rúmlega 12 milljarða hjá ÍLS Alls bárust gild tilboð að nafnvirði 12,06 milljarðar króna í útboði Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðabréfum í gær. Ákveðið var að taka tilboðum að upphæð 3,45 milljarða kr. eða tæplega þriðjungi af gildum tilboðum. 12.5.2009 09:35 SPM fundar með kröfuhöfum vegna greiðslustöðvunar Vegna greiðslustöðvunar Sparisjóðs Mýrarsýslu verður fundur með lánardrottnum haldin miðvikudaginn 13. maí nk., kl. 10:00. 12.5.2009 09:27 Tap deCODE minnkar um helming Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Tapið fór úr 26,7 milljónum dollara og niður í 12,6 milljónir dollara eða rúmlega 1,5 milljarð kr. í ár. 12.5.2009 09:12 Icejet flýgur burt frá fjármálakreppunni á Íslandi Einkaþotuleigan Icejet hefur flutt fjórar af fimm Dornier 328 þotum sínum frá landinu og eru tvær þeirra nú reknar frá flugvellinum í Oxford á Englandi, ein er rekin frá Le Bourget í París og ein frá Riga í Lettlandi. 12.5.2009 09:00 Ekort gera athugasemd við kæru Kreditkorta Í tilefni af ummælum og kvörtunar Kreditkorta hf. vegna auglýsingar á e-Vildarkorti vill Ekort ehf koma eftirfarandi á framfæri. 12.5.2009 08:38 Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar. 11.5.2009 21:44 Forseti Evrópusambands sparisjóða sendir Steingrími bréf Heinrich Haasis, forseti Evrópusambands sparisjóða, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra opið bréf er varðar mikilvægi sparisjóðanna við endurreisn íslenska bankakerfins. 11.5.2009 20:30 FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu. 11.5.2009 19:10 Davíð Oddsson enn í Seðlabankanum Á vef Seðlabanka Íslands er hægt að finna margar gagnlegar og fróðlegar upplýsingar. Meðal annars er hægt að lesa allt um aðdragandann að stofnun bankans og brot úr sögu hans. Bankinn var til dæmis stofnaður með lögum árið 1961 en Landsbanki Íslands hafði áður gegnt starfi seðlabanka frá árinu 1927. 11.5.2009 19:00 Efnahagsreikningur Kaupþings minni en áætlað Fjármálaeftirlitið skoðar nú hvort að tug milljarða lán eigi að vera eign gamla eða nýja Kaupþings. Verði lánin skilin eftir í gamla bankanum minnkar efnahagsreikningur bankans töluvert. 11.5.2009 18:45 Segja sölu Landsbankans á hlut í BYR spillingu Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. Endurskoðandi félagsins er formaður skilanefndarinnar. Salan lyktar af atkvæðasmölun og spillingu segja stofnfjáreigendur. 11.5.2009 18:05 Gengi Bakkavarar hækkaði um rúm 25 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavar hækkað um 25,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem fór upp um 3,55 prósent og Össurar, sem hækkaði um 0,4 prósent. 11.5.2009 16:54 Greiðslustöðvun Landic Property framlengd til ágúst Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fallast á beiðni Landic Property hf. um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Var greiðslustöðvunin framlengd til 6. ágúst n.k. 11.5.2009 16:19 MP banki opnar fyrsta útibúið á 10 ára afmælinu MP Banki hf. fagnaði tveimur áföngum í dag, 10 ára afmæli og opnun fyrsta útibúsins að Borgartúni 26 í Reykjavík. 11.5.2009 15:15 Bjartsýnin dvínar á Wall Street, hlutabréf falla í verði Hlutabréfamarkaðurinn á Wall Street opnar með rauðum tölum í dag og greinilegt að bjartsýnin sem einkennt hefur markaðinn á síðustu dögum fer dvínandi. 11.5.2009 14:46 Gjaldeyrishöftum verður ekki aflétt frekar á næstunni Seðlabanki Íslands hefur engin áform um að aflétta gjaldeyrishöftunum frekar á næstunni. Sem kunnugt er stendur erlendum eigendum krónu/ríkisbréfa nú til boða að skipta krónueignum sínum fyrir skuldabréf í erlendri mynt. 11.5.2009 14:03 Dr. Marina ráðin prófessor við Háskólann á Bifröst Dr. Marina Papanastassiou hefur verið ráðin prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. 11.5.2009 13:30 American Express kærir Kaupþing - vill stoppa auglýsingu Kreditkort, útgefandi American Express á Íslandi, hefur kært Kaupþing og farið fram á að auglýsingar bankans þar sem haldið er fram röngum og villandi upplýsingum um punkta- og fríðindasöfnun á American Express kortum, verði stöðvaðar. 11.5.2009 13:22 Skilanefnd SPRON skoðar 14 fjölbýlishús Í Berlín Þrír af fimm skilanefndarmönnum SPRON fóru til Berlínar síðasta miðvikudag og voru til föstudags. Tilgangur ferðarinnar var að skoða 14 fjölbýlishús sem SPRON á hlut í. 11.5.2009 13:05 Útlánavextir ÍLS gætu lækkað um 0,2-0,4 prósentustig Útboð Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í dag gæti leitt til þess að útlánavextir sjóðsins myndi lækka um 0,2–0,4 prósentustig. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. 11.5.2009 12:22 Algjör óvissa um útfærslu aðgerða stjórnvalda Allt frá því að ljóst varð að skuldir íslenska ríkisins hafa aukist verulega í kjölfar bankahrunsins og munu að öllum líkindum slaga hátt upp í landsframleiðslu þessa árs við næstu áramót hefur niðurskurður í ríkisfjármálum verið yfirvofandi. 11.5.2009 12:08 Marel vill skoða krónubréfaleið Seðlabankans Marel er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem hafa áhuga á að skoða krónu/ríkisbréfaleið Seðlabankans Íslands. Hefur Marel sent Seðlabankanum erindi þess efnis. 11.5.2009 11:32 Sjá næstu 50 fréttir
Stofnfjáraðilalisti Byrs á vefinn á ný Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs sparisjóðs hefur verið birtur á ný á vefnum. Fyrr í dag hvarf listinn af heimasíðu sjóðsins en síðar kom í ljós að verið var að uppfæra hann. Staðan á stærstu eigendum sjóðsins er því á ný orðin sú sama og hún var áður en tilkynnt var um sölu Landsbankans á tveggja prósenta hlut til Reykjavík Invest. Sú ákvörðun var dregin til baka í gær þegar skilanefnd Landsbankans tók ákvörðun um að ekkert yrði af viðskiptunum. 12.5.2009 16:26
Jákvæður dagur í kauphöllinni Marel hækkaði mest í kauphöllinni í dag eða um 6,3& í tæplega 200 milljón kr. viðskiptum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% og stendur nú í rúmlega 256 stigum. 12.5.2009 16:17
Útlán ÍLS jukust um 14% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,8 milljörðum króna í apríl. Þar af voru rúmir 1,9 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 900 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæplega 14% frá fyrra mánuði. 12.5.2009 16:06
Alfesca skilar góðu uppgjöri Alfesca tapað um 0,3 milljónum evra, eða rúmlega 51 milljón kr., á þriðja ársfjórðungi (reikningsárið gildir frá júlí til júlí), en gengi gjaldmiðla og fjárfestingar vegna endurskipulagningar starfseminnar hafði þar áhrif. Félagið telur þetta viðunandi árangur miðað við markaðsaðstæður. 12.5.2009 15:45
Skilanefnd skellir skuldinni á starfsmenn sína „Lárus Finnbogason var ekkert inni í þessu máli," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, spurður út í fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum í Byr til Reykjavík Invest en Lárus Finnbogason formaður skilanefndarinnar er endurskoðandi félagsins. Salan á bréfunum var tilkynnt á stjórnarfundi hjá Byr síðastliðinn föstudag en skilanefndin ákvað á fundi í gær að ekkert yrði af henni. Lárus vék af þeim fundi vegna tengsla sinna við Reykjavík Invest að sögn Páls. Hann segir að starfsmenn nefndarinnar hafi gengið of langt. 12.5.2009 15:22
Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% milli ára Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í apríl miðað við sama mánuð árið áður og um 22,7% á breytilegu verðlagi. Ekki hefur áður orðið raunaukning í veltu dagvöruverslunar á milli ára síðan um mitt síðasta ár. 12.5.2009 15:06
Fagnar því ef fjárfestar hafa áhuga á hafnarsvæðunum Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að hann fagni því ef fjárfestar hafi áhuga á hafnarsvæðunum og vilji nýta sér það sem svæðin hafi upp á að bjóða en þau eru í Reykjavík, á Grundartanga, á Akranesi og í Borgarnesi. 12.5.2009 14:31
Stofnfjáreigandalistinn væntanlegur síðar í dag Listi stofnfjáreiganda var tekinn út af vefsvæði Byrs til þess að uppfæra hann. Tilefnið er það að á föstudaginn var það fært til bókar að eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest hefði keypt 2,6 prósentu stofnfjárhlut í Byr af skilanefnd Landsbankans. 12.5.2009 13:36
Hörð mótmæli gegn afgreiðslu hafnarstjórnar „Fjárfestum.is mótmælir því að fjárfestingarfélög eða aðrir geti gefið einhliða yfirlýsingar til borgarinnar, banka eða annarra aðila um áhuga á fjárfestingum og fái þannig forgang að þeim.“ 12.5.2009 13:25
Listi yfir stofnfjáreigendur Byr hverfur Listi yfir stofnfjáreigendur Byrs var fjarlægður af heimasíðu Byrs í morgun en þar kom fram að Reykjavík Invest ætti 2,6 prósent hlut í bankanum þrátt fyrir tilkynningu skilanefndar Landsbankans í gær um að viðskiptin hefðu ekki átt sér stað. 12.5.2009 12:35
Segir að slakað verði á gjaldeyrishöftunum í sumar Greining Íslandsbanka segir að allt bendi nú til þess að byrjað verði að slaka á gjaldeyrishöftunum strax á sumarmánuðum en vísbendingar þess efnis hrannast nú upp. 12.5.2009 12:28
Virðing hf. eignast 31,75% hlut í B-deild SS Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. hefur fest kaup á 31,75% hlut í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Kaupverðið er 63,5 milljónir kr. 12.5.2009 12:12
Teymi tók yfir skuldir stjórnenda félagsins Teymi tók yfir skuldir tveggja einkahlutafélaga þegar félagið var afskráð úr Kauphöllinni í október síðastliðnum. Einkahlutafélögin eru í eigu forstjóra og fjármálastjóra Teymis. 12.5.2009 12:11
Segjast ekki hafa komið nálægt tilraun til stofnfjárkaupa „Við komum ekkert að þessari sölu," segir Rakel Gylfadóttir sem býður sig fram ásamt Arnari Bjarnasyni í stjórn Byrs. Arnar á eignarhaldsfélagið Reykjavík Invest sem hugðist kaupa stofnfjárbréf af skilanefndar Landsbankans en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, hugðist hafa milligöngu um það. 12.5.2009 11:52
Bókanir á víxl í hafnarstjórn vegna hótelbyggingar Alls voru fjórar bókanir lagðar fram um fyrirhugaða hótelbyggingu á hafnarsvæðinu á síðasta stjórnarfundi hjá Faxaflóahöfnum. 12.5.2009 11:15
Marel hækkar mest í upphafi dagsins Marel hækkaði mest í upphafi dagsins í kauphöllinni eða um 3,6%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,8% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 255 stigum. 12.5.2009 10:46
Fjármálaeftirlitið kannar stofnfjársölu Landsbankans „Það er verið að láta kanna þetta," segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum Byr til eignarhaldsfélagsins Reykjavík Invest sem fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá í gær. 12.5.2009 10:45
Fjölmargir og miklir óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá Óvissuþættir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt er í dag eru fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja, breytingum á alþjóðlegu samstarfi, frekari stóriðjuframkvæmdum og ástandi á vinnumarkaði. 12.5.2009 10:30
Slitastjórn skipuð fyrir Straum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur skipað slitastjórn fyrir Straum-Burðarás fjárfestingabanka hf. 12.5.2009 10:21
Aftur mótmæli í London vegna Kaupþings Stuðningsfólk Iðnaðar og vísindasafnsins (MOSI) í Manchester ætlar að efna til mótmæla við Westminster, þinghúsið í London, vegna tap safnsins á hruni Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Safnið átti 900.000 pund eða rúmlega 170 milljónum kr. á reikningi hjá bankanum. 12.5.2009 10:19
Ellefu styrkir til nýnema við HÍ Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur. 12.5.2009 10:02
Sjóðir Landsvaka rýrnuðu um 176 milljarða milli ára Sjóðir Landsvaka rýrnuðu um 176 milljarða kr. milli áranna 2007 og 2008. Í árslok 2007 nam heildarstærð sjóðanna 251,4 milljörðum kr. en í árslok 2008 var stærðin komin niður í 75,5 milljarða kr. 12.5.2009 09:57
Íbúðalánasjóður lækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur í í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins breytist sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,70% en 5,20% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. 12.5.2009 09:49
Tilboð upp á rúmlega 12 milljarða hjá ÍLS Alls bárust gild tilboð að nafnvirði 12,06 milljarðar króna í útboði Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðabréfum í gær. Ákveðið var að taka tilboðum að upphæð 3,45 milljarða kr. eða tæplega þriðjungi af gildum tilboðum. 12.5.2009 09:35
SPM fundar með kröfuhöfum vegna greiðslustöðvunar Vegna greiðslustöðvunar Sparisjóðs Mýrarsýslu verður fundur með lánardrottnum haldin miðvikudaginn 13. maí nk., kl. 10:00. 12.5.2009 09:27
Tap deCODE minnkar um helming Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Tapið fór úr 26,7 milljónum dollara og niður í 12,6 milljónir dollara eða rúmlega 1,5 milljarð kr. í ár. 12.5.2009 09:12
Icejet flýgur burt frá fjármálakreppunni á Íslandi Einkaþotuleigan Icejet hefur flutt fjórar af fimm Dornier 328 þotum sínum frá landinu og eru tvær þeirra nú reknar frá flugvellinum í Oxford á Englandi, ein er rekin frá Le Bourget í París og ein frá Riga í Lettlandi. 12.5.2009 09:00
Ekort gera athugasemd við kæru Kreditkorta Í tilefni af ummælum og kvörtunar Kreditkorta hf. vegna auglýsingar á e-Vildarkorti vill Ekort ehf koma eftirfarandi á framfæri. 12.5.2009 08:38
Segja söluna á BYR-hlutnum aldrei hafa átt sér stað Skilanefnd Landsbanka Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynning vegna fréttar Stöðvar 2 frá því fyrr í kvöld um sölu bankans á 2,6% stofnfjárhlut í BYR. Þar segir að sala þessi hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Afstaða Skilanefndar hafi hinsvegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd Landsbankans hafi tekið málið fyrir og salan hafi ekki hlotið samþykki nefndarinnar. 11.5.2009 21:44
Forseti Evrópusambands sparisjóða sendir Steingrími bréf Heinrich Haasis, forseti Evrópusambands sparisjóða, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra opið bréf er varðar mikilvægi sparisjóðanna við endurreisn íslenska bankakerfins. 11.5.2009 20:30
FME skoði sölu Landsbankans á BYR-hlut Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í kvöld að ef einhver misbrestur væri á sölu Landsbankans á 2,6% hlut í BYR hljóti það að vera eitthvað sem Fjármálaeftirlitið muni skoða. Fréttastofa sagði frá því fyrr í kvöld að bankinn hefði selt umræddan hlut til félags sem heitir Reykjavík Invest. Formaður skilanefndar Landabankans, Lárus Finnbogason, er endurskoðandi félagsins. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið né hvernig hluturinn var fjármagnaður í samtali við fréttastofu. 11.5.2009 19:10
Davíð Oddsson enn í Seðlabankanum Á vef Seðlabanka Íslands er hægt að finna margar gagnlegar og fróðlegar upplýsingar. Meðal annars er hægt að lesa allt um aðdragandann að stofnun bankans og brot úr sögu hans. Bankinn var til dæmis stofnaður með lögum árið 1961 en Landsbanki Íslands hafði áður gegnt starfi seðlabanka frá árinu 1927. 11.5.2009 19:00
Efnahagsreikningur Kaupþings minni en áætlað Fjármálaeftirlitið skoðar nú hvort að tug milljarða lán eigi að vera eign gamla eða nýja Kaupþings. Verði lánin skilin eftir í gamla bankanum minnkar efnahagsreikningur bankans töluvert. 11.5.2009 18:45
Segja sölu Landsbankans á hlut í BYR spillingu Skilanefnd Landsbankans seldi 2,6% hlut í Byr til lítils fjárfestingafélags rúmri viku fyrir aðalfund. Endurskoðandi félagsins er formaður skilanefndarinnar. Salan lyktar af atkvæðasmölun og spillingu segja stofnfjáreigendur. 11.5.2009 18:05
Gengi Bakkavarar hækkaði um rúm 25 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavar hækkað um 25,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem fór upp um 3,55 prósent og Össurar, sem hækkaði um 0,4 prósent. 11.5.2009 16:54
Greiðslustöðvun Landic Property framlengd til ágúst Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fallast á beiðni Landic Property hf. um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Var greiðslustöðvunin framlengd til 6. ágúst n.k. 11.5.2009 16:19
MP banki opnar fyrsta útibúið á 10 ára afmælinu MP Banki hf. fagnaði tveimur áföngum í dag, 10 ára afmæli og opnun fyrsta útibúsins að Borgartúni 26 í Reykjavík. 11.5.2009 15:15
Bjartsýnin dvínar á Wall Street, hlutabréf falla í verði Hlutabréfamarkaðurinn á Wall Street opnar með rauðum tölum í dag og greinilegt að bjartsýnin sem einkennt hefur markaðinn á síðustu dögum fer dvínandi. 11.5.2009 14:46
Gjaldeyrishöftum verður ekki aflétt frekar á næstunni Seðlabanki Íslands hefur engin áform um að aflétta gjaldeyrishöftunum frekar á næstunni. Sem kunnugt er stendur erlendum eigendum krónu/ríkisbréfa nú til boða að skipta krónueignum sínum fyrir skuldabréf í erlendri mynt. 11.5.2009 14:03
Dr. Marina ráðin prófessor við Háskólann á Bifröst Dr. Marina Papanastassiou hefur verið ráðin prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. 11.5.2009 13:30
American Express kærir Kaupþing - vill stoppa auglýsingu Kreditkort, útgefandi American Express á Íslandi, hefur kært Kaupþing og farið fram á að auglýsingar bankans þar sem haldið er fram röngum og villandi upplýsingum um punkta- og fríðindasöfnun á American Express kortum, verði stöðvaðar. 11.5.2009 13:22
Skilanefnd SPRON skoðar 14 fjölbýlishús Í Berlín Þrír af fimm skilanefndarmönnum SPRON fóru til Berlínar síðasta miðvikudag og voru til föstudags. Tilgangur ferðarinnar var að skoða 14 fjölbýlishús sem SPRON á hlut í. 11.5.2009 13:05
Útlánavextir ÍLS gætu lækkað um 0,2-0,4 prósentustig Útboð Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í dag gæti leitt til þess að útlánavextir sjóðsins myndi lækka um 0,2–0,4 prósentustig. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. 11.5.2009 12:22
Algjör óvissa um útfærslu aðgerða stjórnvalda Allt frá því að ljóst varð að skuldir íslenska ríkisins hafa aukist verulega í kjölfar bankahrunsins og munu að öllum líkindum slaga hátt upp í landsframleiðslu þessa árs við næstu áramót hefur niðurskurður í ríkisfjármálum verið yfirvofandi. 11.5.2009 12:08
Marel vill skoða krónubréfaleið Seðlabankans Marel er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem hafa áhuga á að skoða krónu/ríkisbréfaleið Seðlabankans Íslands. Hefur Marel sent Seðlabankanum erindi þess efnis. 11.5.2009 11:32